Enska biskupakirkjan: Samþykkt tillaga um biskupsvígslu kvenna Kantaraborg. Reuter.

Enska biskupakirkjan: Samþykkt tillaga um biskupsvígslu kvenna Kantaraborg. Reuter. Forystumenn ensku biskupakirkjunnar víðar úr heimi af stýrðu klofningi innan kirkjunnar á mánudag með því að samþykkja með yfirgnæfandi meirihluta málamiðlunartillögu um biskupsvígslu kvenna. Á hinn bóginn gætu samskiptin við kaþólsku kirkjuna versnað í kjölfar þessa. Í tvær vikur veltu 525 biskupar frá 164 löndum málinu fyrir sér á Lambeth-ráðstefnunni, sem fer með æðsta vald í málefnum biskupakirkjunnar og er haldin tíunda hvert ár. Robert Runcie erkibiskup af Kantaraborg, andlegur leiðtogi biskupakirkjunnar, varaði fundarmenn við því að um síðustu ráðstefnuna gæti verið að ræða ef samkomulag næðist ekki.

Í tillögunni sem samþykkt var sagði að hver söfnuður skyldi virða ákvarðanir hinna hvað varðaði vígslu kvenna til geistlegra embætta. Það þýddi þó ekki að viðkomandi kirkjudeild féllist á grundvall arhugsunina þar að baki.

Málamiðlunin nú var svipuð þeirri sem samþykkt var fyrir tíu árum á síðustu Lambeth-ráðstefnu. Aftur á móti var felld tillaga frá íhaldsamari kirkjudeildum, sem leggjast gegn því að konur verði prestar hvað þá biskupar. Í henni var skorað á kirkjudeildir að vígja konur ekki til biskups.

Gjáin milli íhaldssamra kirkjudeilda og kirkjunnar í Kanada, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum, Hong Kong og Brasilíu, þar sem konur hafa þegar verið vígðar til prests, hefur dýpkað undanfarin tíu ár. Hafa hinir fyrrnefndu hótað að ganga í rómversk- eða grískkaþólsku kirkjuna ef konur verða gerðar að biskupum í ofanálag. Nú verður sett á fót nefnd á vegum biskupakirkjunnar, sem ákvarða á með hvaða hætti samskipti kirkjudeilda, sem hafa kvenbiskupa og hinna, sem gera það ekki, eiga að vera.

Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, tók afstöðu í deilunni um vígslu kvenna um helgina er hún sagðist fylgjandi því að kynsystur sínar fengju að klæðast prestshempu.

Enska biskupakirkjan var stofnuð árið 1534 eftir að Hinrik áttundi óhlýðnaðist páfa og skildi við konu sína Katrínu frá Aragóníu til að ganga að eiga Önnu Boleyn.

Reuter

Fyrir framan sali Lambeth-ráðstefnunnar, þar sem 525 biskupar í Ensku biskupakirkjunni deildu um hvort konur mættu gerast biskupar, sungu menn baráttusöngva og gagnrýndu afstöðu kirkjunnar til kvenna.