Frakkland: Á hlaupum upp og ofan Mont Blanc Chamonix, Frakklandi. Reuter. MERKILEG keppni á sér nú stað um það hver sé fljótastur að hlaupa upp og ofan fjallið Mont Blanc sem er 4.810 metra hátt og annað hæsta fjall í Evrópu.

Frakkland: Á hlaupum upp og ofan Mont Blanc Chamonix, Frakklandi. Reuter.

MERKILEG keppni á sér nú stað um það hver sé fljótastur að hlaupa upp og ofan fjallið Mont Blanc sem er 4.810 metra hátt og annað hæsta fjall í Evrópu. Svisslendingurinn Jacques Berlie setti nýjasta metið í síðustu viku, er hann lagði vegalengdina að baki á 5 klukkustundum 37 mínútum og 56 sekúndum.

Fyrr í vikunni hafði Frakkinn Laurent Smagghe, sem er kunnur þríþrautarmaður, hlaupið upp og ofan fjallið á sex klukkustundum og 16 mínútum og bætt með því met, sem Pierre Lestas, foringi í frönsku óeirðalögreglunni, setti fyrir hálfum mánuði. Allir tóku þeir sprettinn frá hinum kunna vetrarí þróttabæ Chamonix en Lestas var kominn aftur eftir sex stundir og 22 mínútur.

En keppninni er síður en svo lokið. Í gær hugðist Gilles Grindler, stórskotaliði í franska hernum að reyna við nýtt met, en Smagghe kvaðst ætla að reyna að endurheimta metið ef það stæði ekki.