Thatcher heimsækir Ástralíu: Sat fyrir svörum hjá skólabörnum Canberra. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kom í gær í opinbera heimsókn til Ástralíu í tilefni þess að 200 ára eru nú liðin frá því að Evrópumenn námu þar land.

Thatcher heimsækir Ástralíu: Sat fyrir svörum hjá skólabörnum Canberra. Reuter.

MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kom í gær í opinbera heimsókn til Ástralíu í tilefni þess að 200 ára eru nú liðin frá því að Evrópumenn námu þar land.

Thatcher á í dag viðræður við Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu. Afstaða þeirra til ýmissa mikilvægra mála hefur verið ólík, m.a. hafa þau deilt um afstöðuna til Suður-Afríku.

Að loknum fundi með Hawke situr Thatcher fyrir svörum hjá ástralska blaðamannaklúbbnum og síðar halda leiðtogarnir tveir ræðu í hádegisverðarboði í nýja þinghúsinu í Canberra. Í fréttum var þess getið að þinghúsið hafi kostað jafnvirði 950 milljóna Bandaríkjadollara, eða um 44 milljarða íslenzkra króna.

Fyrsti viðkomustaður Thatcher í Ástralíuferðinni var bærinn Alice Springs. Þar sat hún fyrir svörum hjá skólabörnum. Frá Canberra heldur Thatcher til Melbourne. Hún heimsótti ríki við Persaflóa á leið sinni til Ástrlíu, en þaðan heldur hún í heimsókn til nokkurra ríkja í Suðaustur-Asíu.

Reuter

Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í flugstjórasæti ástralskrar sjúkraflugvélar. Thatcher skoðaði flugvélina meðanhún hafði viðdvöl í borginni Alice Springs í Ástralíuheimsókn sinni.