Á forsýningu hjá Herranótt HERRANÓTT, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi í gærkvöldi í Tjarnarbíói leikverkið Baal eftir Berthold Brecht, en forsýning var haldin á miðvikudagskvöldið, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.

Á forsýningu hjá Herranótt

HERRANÓTT, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi í gærkvöldi í Tjarnarbíói leikverkið Baal eftir Berthold Brecht, en forsýning var haldin á miðvikudagskvöldið, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Þangað var boðið vinum og velunnurum sýningarinnar og meðal þeirra nemendum úr Kvennaskólanum í Reykjavík og var ekki annað að heyra en að gestir væru yfir sig ánægðir með sýninguna.

Herranótt fékk Halldór E. Laxness til að leikstýra verkinu, en hann gerði einnig leikgerð í samvinnu við Hallgrím Helgason. Tónlist skipar veigamikinn þátt í verkinu, en hún er samin af Hlyni Aðils Vilmarssyni.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson

Leikstjórinn, Halldór E. Laxness, leiðbeinir leikurum á lokaæfingunni.

Þau voru á forsýningunni, frá vinstri: Eva Hrönn Guðnadóttir, Kjartan Guðmundsson, Ögmundur Viðar Rúnarsson, Þórður Orri Pétursson og Helga Dís Sigurðardóttir.

Guðrún Lára Pétursdóttir og Ólafur Egill Egilsson í hlutverkum sínum í Baal.