Skær ljós stórborgarinnar sýnd í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina Skær ljós stórborgarinnar með Michael J. Fox, Kiefer Sutherland, Phoebe Cates og Diane West í aðalhlutverkum. Leikstjóri er James Bridges.

Skær ljós stórborgarinnar sýnd í Bíóhöllinni

BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina Skær ljós stórborgarinnar með Michael J. Fox, Kiefer Sutherland, Phoebe Cates og Diane West í aðalhlutverkum. Leikstjóri er James Bridges.

Blaðamaðurinn Jamie Conway á við erfiðleika að stríða, því hann er háður kókaíni, neytir áfengis áöllum tímum dags og við þetta bætist að hann hefur verið óheppinn í hjónabandi sínu. Yfirmaður hans hefur um tíma haft nánar gætur á störfum hans og þegar hann gerist sekur um villur í grein er hann rekinn á stundinni. Um sama leyti tilkynnir eiginkonan að hún sér farin frá honum. Þá biður Tad vinur hans hann um að gera sér greiða; hann á að fara út með frænku Tads og eftir stutta samveru við hana breytist afstaða hans og örvænting til hins betra.

Kiefer Sutherland og Michael J. Fox í aðalhlutverkum sínum í kvikmyndinni Skær ljós stórborgarinnar sem sýnd er í Bíóhöllinni.