Norðurlandamót í hestaíþróttum: Íslendingar hlutu fern gullverðlaun ÍSLENSKU keppendurnir á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem haldið var í Vargarda í Svíþjóð um helgina fengu fern gullverðlaun.

Norðurlandamót í hestaíþróttum: Íslendingar hlutu fern gullverðlaun

ÍSLENSKU keppendurnir á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem haldið var í Vargarda í Svíþjóð um helgina fengu fern gullverðlaun. Aðalsteinn Aðalsteinsson vann gæðingaskeiðið og 250m skeið á Takti frá Prests húsum. Einar Öder Magnússon sigraði í fimmgangi á Darra frá Kampholti, varð í þriðja sæti í gæðingaskeiði og fimmta sæti í töltkeppni og nægði þessi árangur honum samanlagt til sigurs í fimmgangsgreinum.

Auk þeirra Aðalsteins og Einars Öder fóru héðan til keppninnar þeir Atli Guðmundsson sem varð fjórði í töltkeppni og fjórgangi á Þyt frá Hraunbæ, Hreggviður Einarsson sem varð fimmti á Gjöf frá Höskuldsstöðum, Tómas Ragnarsson sem varð fjórði í fimmgangi á Ljúfu frá Eyrarbakka, Ómar Sverrisson og Orri Snorrason.

Að sögn Ragnars Tómassonar, vakti norska stúlkan Unn Kroghen mikla athygli á mótinu. "Hún varð sigurvegari í töltkeppni og fjór gangskeppni og samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum á Strák frá Kirkjubæ, en fyrir nokkrum árum sigraði hún í Heimsmeistarakeppni á Seif, sem er halfbróðir Stráks, en þá höfðu Þjóðverjar einokað efstu sætin um langt skeið. Unn er mikil tamningakona og á dansleik sem haldinn var á lokakvöldi keppninnar brá hún sér inná dansgólfið með Strák og skipaði hundi sínum, sem hún hefur kennt hinar ótrúlelgustu kúnstir, að stökkva á bak hestinum, sem hannog gerði og reið hundurinn hringum gólfið með tauminn í kjaftinum við mikinn fögnuð nærstaddra.

Ragnar hafði það eftir Tómasi syni sínum að Íslendingarnir hefðu staðið sig vel á mótinu, einkum ef tekið væri tillit til þess að flestir hefðu þeir verið á lánshestum sem þeir þekktu ekki til hlítar.