Siglufjörður: Elsta bridsfélagið 50 ára Í TILEFNI af 50 ára afmæli sínu mun Bridsfélag Siglufjarðar efna til stórmóts í tvímenningi helgina 3.-4. september. Spilað verður samkvæmt Mitchell-kerfi, líklega þrjár 28-spila lotur. Fyrstu verðlaun nema 120.000...

Siglufjörður: Elsta bridsfélagið 50 ára

Í TILEFNI af 50 ára afmæli sínu mun Bridsfélag Siglufjarðar efna til stórmóts í tvímenningi helgina 3.-4. september. Spilað verður samkvæmt Mitchell-kerfi, líklega þrjár 28-spila lotur.

Fyrstu verðlaun nema 120.000 krónum, en peningaverðlaun verða fyrir fimm efstu sætin, alls 280.000 krónur. Fyrir hæstu skor í hverri lotu verða ferðavinningar frá Samvinnuferðum/Landsýn. Auk þess verða veittar viðurkenningar fyrir 6.-10. sæti. Spilamennskan hefst kl. 10.30 á Hótel Höfn. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson.

Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist fyrir 20. ágúst en hámarksfjöldi para er 50. Skráning er hjá Samvinnutryggingum á skrifstofutíma. Keppnisgjald er 5.000 krónur á hvert par.

(Fréttatilkynning)