Bandaríkjadollar: Mikil hækkun gagnvart þýsku marki London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollars snarhækkaði í gær gagnvart vesturþýsku marki og hafði gengi hans ekki verið skráð svo hátt frá því í janúar á síðasta ári.

Bandaríkjadollar: Mikil hækkun gagnvart þýsku marki London. Reuter.

GENGI Bandaríkjadollars snarhækkaði í gær gagnvart vesturþýsku marki og hafði gengi hans ekki verið skráð svo hátt frá því í janúar á síðasta ári. Er gjaldeyrisviðskipti hófust í Evrópu í gærmorgun fengust 1,9040 vesturþýsk mörk fyrir dollarann en gengi hans lækkaði lítillega er líða tók á daginn vegna dollarasölu seðlabanka Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands.

Sérfræðingar töldu að hækkunina mætti einkum rekja til þess að fjármálamenn teldu sig sjá merki um vaxtahækkun í Bandaríkjunum á næstunni til að halda aftur af verðbólgu. Verðhækkun dollarans í sumar getur haft aukna verðbólgu í för með sér í helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna þar eð innflutningskostnað ur eykst. Að sama skapi kann hækkandi verð á bandarískum framleiðsluvörum erlendis að ógna viðleitni stjórnvalda í Bandaríkjunum til að draga úr viðskiptahallanum, sem aftur kann að leiða til lækkunar gjaldmiðilsins.

Gengi dollars hefur hækkað um 22 prósent frá 4. janúar á þessu ári er það var skráð á 1,5615 vesturþýsk mörk.