Júgóslavía: Enn óeirðir í Kosovo-héraði Belgrað. Reuter. YFIRVÖLD öryggismála í Júgóslavíu segja að ofbeldi Albana í Kosovo-héraði gegn Serbum, sem þar búa, auki sífellt á kryt inn milli þjóðabrotanna. Serbarnir hóta að efna til nýrra mótmæla.

Júgóslavía: Enn óeirðir í Kosovo-héraði Belgrað. Reuter.

YFIRVÖLD öryggismála í Júgóslavíu segja að ofbeldi Albana í Kosovo-héraði gegn Serbum, sem þar búa, auki sífellt á kryt inn milli þjóðabrotanna. Serbarnir hóta að efna til nýrra mótmæla.

Í skýrslu innanríkisráðuneytisins, sem sagt var frá á sunnudag, var sagt frá 300 ofbeldisverkum, þ. á m. tveim morðtilraunum og fjórum nauðgunum, á síðustu tveim árum. Serbneskir kommúnistaleiðtogar í Kosovo hafa krafist þess að embættismenn sem þeir segja að hindri lausn á deilunum, verði látnir fjúka.