Persaflóastríðið: 350 friðargæslumenn til starfa í Íran og Írak ­ samkvæmt tillögum framkvæmdastjóra SÞ Sameinuðu þjóðunum. Reuter.

Persaflóastríðið: 350 friðargæslumenn til starfa í Íran og Írak ­ samkvæmt tillögum framkvæmdastjóra SÞ Sameinuðu þjóðunum. Reuter.

JAVIER Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til að allt að 350 eftirlitsmenn verði sendir til vígstöðva í Persaflóastríðinu til að fylgjast með framkvæmd vopnahlés. Í skýrslu sem framkvæmdastjórinn sendi Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna segirað gæslumennirnir muni þurfa á stuðningi flugsveitar að halda og hugsanlega lítillar flotadeild ar. Gert er ráð fyrir því að eftir litssveitirnar verði í fyrstu í sex mánuði við störf á þessum slóðum.

Í skýrslu framkvæmdastjórans segir að gera megi ráð fyrir þvíað kostnaður vegna eftirlitsstarfa þessara næstu sex mánuðina verði um 74 milljónir Bandaríkjadala (rúmir 3,4 milljarðar ísl. kr.). Skýrsla de Cuellars byggir á upplýsingum sem hann fékk frá norska hershöfðingjanum Martin Vadset sem fór fyrir hópi sendimanna frá Sameinuðu þjóðunum til að ræða framkvæmd vopnahlés við ráðamenn í Íran og Írak.

Framkvæmdastjórinn kveðst telja að eftirlitsmennirnir muni þurfa á stuðningi flugsveitar aðhalda og að hugsanlega kunni að reynast nauðsynlegt að halda úti lítilli flotasveit á Shatt al-Arab vatnaleiðinni á landamærum ríkjanna. Að auki muni ótiltekinn fjöldi borgaralegra starfsmanna óhjákvæmilega taka þátt í gæslu störfunum. Verkefni þetta nefnir de Cuellar UNIIMOG (United Nations Iran-Iraq Military Observer Group).

Gæslumennirnir munu m.a. halda til í höfuðstöðvum herafla ríkjanna tveggja víða á vígstöðvunum og verða þeir sendir þaðan til að rannsaka hugsanleg brot gegn vopnahléinu berist ósk þess efnis frá yfirmanni UNIIMOGverkefnisins eða frá ráðamönnum í Íran og Írak. "Á tilteknum hernaðarlega mikilvægum stöðum verður að auki að koma upp eftirlitsstöðvum," segir ennfremur í skýrslunni.

De Cuellar leggur til að í fyrstu verði gert ráð fyrir því að eftirlitsmennirnir verði við störf í sex mánuði. Í skýrslunni segir einnig að samþykki aðildarríki Öryggisráðsins tillögur þessar hyggist hann þegar í stað senda 12 gæslumenn til ríkjanna tveggja ásamt tilheyrandi starfsliði. Þessir menn muni annast skipulagningu hinna eiginlegu friðargæslustarfa, sem framkvæmdastjórinn áætlar að hefjist eigi síðar en þremur dögum fyrir vopnahlésdaginn.

Reuter

Íranskur klerkur (t.v) og byltingarvörður með gasgrímur á vígstöðvunum nærri Oshnavieh í Íran. Íranir héldu því fram síðastliðinn föstudag að Írakar hefðu á ný beitt efnavopnum í Persaflóastríðinu.