Íranar-Írakar: Olía hækkar vegna líklegs vopnahlés Lundúnum, Reuter. OLÍA hækkaði í verði í gær vegna fyrirhugaðs vopnahlés Írana og Íraka. Talið er að friður á Persaflóa geti leitt til meiri einingar innan Samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC.

Íranar-Írakar: Olía hækkar vegna líklegs vopnahlés Lundúnum, Reuter.

OLÍA hækkaði í verði í gær vegna fyrirhugaðs vopnahlés Írana og Íraka. Talið er að friður á Persaflóa geti leitt til meiri einingar innan Samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC.

Verð á breskri Norðursjávarolíu hækkaði um 35 cent tunnan á frjálsum mörkuðum í gær eftir að Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafði sagt að sama dag myndi hann lýsa yfir vopnahléi milli Íraka og Írana.

"Friður stuðlar að verðhækkun," sagði einn olíukaupmaðurinn. Hann var einn þeirra sem telja að friður milli Íraka og Írana myndi leiða til meiri einingar meðal OPEC-ríkja. Aðrir telja hins vegar að til langs tíma litið geti friðurinn leitt til lægra olíuverðs þar sem Íranir og Írakar geti aukið olíu framleiðsluna til að leysa þann efnahagsvanda sem stríðið hefur skapað.