15 mánaða fangelsi fyrir nauðgun MAÐUR um þrítugt hefur í Sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa hinn 23. apríl síðastliðinn elt unga konu inn á heimili hennar, ráðist þar á hana og nauðgað henni.

15 mánaða fangelsi fyrir nauðgun

MAÐUR um þrítugt hefur í Sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa hinn 23. apríl síðastliðinn elt unga konu inn á heimili hennar, ráðist þar á hana og nauðgað henni.

Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Maðurinn undi dómnum, sem Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp, og hefur þegar hafið afplánun refsingarinnar.