Forsvarsmenn banka um samkomulagið um sölu spariskírteina: Leiðir væntanlega til um 0,5% lækkunar raunvaxta - spá forsvarsmenn banka SAMKOMULAG fjármálaráðherra við banka, sparisjóði og verðbréfafyrirtæki um sölu á spariskírteinum ríkissjóðs mun...

Forsvarsmenn banka um samkomulagið um sölu spariskírteina: Leiðir væntanlega til um 0,5% lækkunar raunvaxta - spá forsvarsmenn banka

SAMKOMULAG fjármálaráðherra við banka, sparisjóði og verðbréfafyrirtæki um sölu á spariskírteinum ríkissjóðs mun væntanlega leiða til um hálfs prósentustigs lækkunar raunvaxta ef enginn stór aðili skerst úr leik að mati þeirra bankamanna sem Morgunblaðið ræddi við. Eins og fram hefur komið ætla peningastofnan irnar að ábyrgjast sölu á spariskírteinum fyrir um 3 milljarða króna og á það að standa undir mestallri innlendri lánsfjárþörf ríkissjóðs.

Ólafur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans, sagði að aðilar samkomulagsins vonuðust til að það gæti orðið til að lækka vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig. Menn byggja þessar vonir meðal annars á því að þeir telja að hluti af skýringunni á því hversu háir vextir eru sé hve markaðurinn er ófullkominn," sagði Ólafur Örn. Það ætti þvíað vera reynandi að athuga hvort markaðurinn þolir ekki einhverja lækkun vaxta ef skilvirkara sölukerfi er komið upp."

Ólafur taldi að til að þessar aðgerðir bæru árangur væri brýnt að enginn stór aðili skærist úr leik og byði áfram háa vexti af bankabréfum. Það kæmi þó aftur í bakið á þeim sem það gerðu," sagði Ólafur Örn, því að þeir myndu þar af leiðandi selja minna af spariskírteinum og þyrftu að kaupa þau sjálfir. Það verður hver banki að meta það fyrir sig hvað hann gerir."

Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbankans sagðist telja að hægt yrði að lækka vexti á bankabréfum og spariskírteinum vegna þess að óeðilega lítill munur væri orðinn á vöxtum traustustu bréfa á markaðinum og annarra bréfa. Bankabréf hafa undanfarið selst með um 10 til 11 prósent raunvöxtum," sagði Tryggvi, og vextir á spariskírteinum verið litlu lægri. Bréf fjármögnunarleigufyr irtækja, skuldabréf einstakra fyrirtækja og bréf verðbréfasjóða hafa borið hærri vexti, en þó hefur mjög lítill munur verið á ávöxtun þeirra annars vegar og bankabréfa og spariskírteina hins vegar."

Seðlabankinn lækkaði ávöxtunarkröfu sína við sölu spariskírteina á Verðbréfaþingi Íslands sl. föstudag úr 9,3% í 8,5% og taldi Tryggvi að þessi tala gæti enn lækkað á næstunni. Hann sagði að ávöxtun bankabréfa hefði þegar lækkað en taldi óvíst að ávöxtun bréfa verðbréfasjóðanna eða á sjálfstæðum skuldabréfum myndi lækka eins mikið.

Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans taldi á sama hátt og Ólafur Örn að hluti af skýringunni á því hve háir raunvextir væru á Íslandi væri hve markaðurinn fyrir verðbréf væri ófullkominn. Hann taldi að þegar vextir af spariskírteinum lækkuðu úr 8,5% í 7 til 8% eins og gert er ráðfyrir í samkomulaginu myndu aðrir vextir breytast í samræmi við það og raunvextir lækka. Við þetta myndast ný viðmiðun í kerfinu, hálfu prósenti lægri en sú sem gilti áður," sagði Sigurður. Sigurður sagði að fjármögnunarleigufyr irtækið Glitnir hefði þegar ákveðið að lækka ávöxtun á sínum bréfum um hálft prósent. Samningurinn er í raun árás þessara aðila á of háa vexti markaðarins eins og þeir hafa verið til þessa," sagði Sigurður, og tilraun til að færa markaðinn í betra horf."