Heimsókn Þorsteins Pálssonar til Bandaríkjanna hefst í dag Hittir Reagan forseta á morgun OPINBER heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Bandaríkjanna hefst í dag. Á morgun mun Þorsteinn eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta.

Heimsókn Þorsteins Pálssonar til Bandaríkjanna hefst í dag Hittir Reagan forseta á morgun

OPINBER heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Bandaríkjanna hefst í dag. Á morgun mun Þorsteinn eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta.

Þorsteinn og kona hans, Ingibjörg Rafnar, héldu á sunnudag til New York. Þaðan er farið til Andrews-herflugvallarins, þarsem verður stutt móttökuathöfn en síðan fljúga þau hjón ásamt fylgdarliði til Washington. Síðdegis tekur varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, John C. Whitehead, á móti Þorsteini við Washington-minnismerkið.

Fyrir hádegi á morgun funda þeir Reagan og Þorsteinn í Hvíta húsinu, en að fundi þeirra loknum heldur Reagan hádegisverðarboð til heiðurs Þorsteini.

Heimsókn forsætisráðherra lýkur á föstudag. Í fylgdarliði forsætisráðherrahjónanna eru Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Jónína Michaelsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Geir H. Haarde alþingismaður, Helgi Ágústsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og Þorsteinn Ingólfsson skrifstofustjóri í varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.