KÁ yfirtekur rekstur Kaupfélags V- Skaftfellinga Stefnt að því að á Suðurlandi verði eitt kaupfélag í verslunarrekstri Selfossi. KAUPFÉLAG Árnesinga hefur tekið nær allan rekstur Kaupfélags Skaftfellinga á leigu frá og með 7. ágúst.

KÁ yfirtekur rekstur Kaupfélags V- Skaftfellinga Stefnt að því að á Suðurlandi verði eitt kaupfélag í verslunarrekstri Selfossi.

KAUPFÉLAG Árnesinga hefur tekið nær allan rekstur Kaupfélags Skaftfellinga á leigu frá og með 7. ágúst. Þetta er gert til þessað auðvelda fjárhagslega endurskipulagningu Kaupfélags Skaftfellinga áður en endanleg sameining getur farið fram. Viðræður hafa átt sér stað milli kaupfélaganna á Suðurlandi, að Vestmannaeyjum meðtöldum, um nánara samstarf eða sameiningu.

Allt starfsfólk Kaupfélags Skaftfellinga verður, með samþykki þess, ráðið til Kaupfélags Árnesinga án uppsagnar. Kaupfélag Árnesinga kaupir allar vörubirgðir Kaupfélags Skaftfellinga og tekur á leigu fasteignir ásamt tilheyrandi tækjum og áhöldum varðandi verslunarrekstur eða aðra starfsemi.

Þessar aðgerðir kaupfélaganna eru áfangi að því marki að á Suðurlandi verði starfandi eitt sterkt kaupfélag til þess að fást við verslunarþjónustu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá kaupfélögunum. Í því sambandi vísa kaupfélagsmenn til góðrar reynslu og hagkvæmni Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands af stóru félagssvæði.

- Sig.Jóns.