Laun hækka á Keflavíkurflugvelli KAUPSKRÁRNEFND hefur úrskurðað að verslunar- og skrifstofufólk, sem starfar hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli skuli hækka um 13,7% í launum frá og með 1. janúar síðastliðnum að telja.

Laun hækka á Keflavíkurflugvelli

KAUPSKRÁRNEFND hefur úrskurðað að verslunar- og skrifstofufólk, sem starfar hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli skuli hækka um 13,7% í launum frá og með 1. janúar síðastliðnum að telja. Auk þess kemur áfangahækkun sem samdist um í kjarasamningum verslunarmanna 5. maí á laun og fastlaunauppbót.

Kaupskrárnefnd er skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands, ásamt oddamanni frá ríkisvaldinu. Starfsmenn Varnarliðsins hafa ekki samningsrétt og hefur nefndin með höndum ákvarðanir um launakjör og að þau séu sambærileg við það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Launahækkunin er til komin vegna launaskriðs á meðal verslunar- og skrifstofufólks á síðastliðnu ári.