Lundavertíðin: Rokveiði á endasprettinum Vestmannaeyjum ROKVEIÐI hefur verið hjá bjarg veiðimönnum í Vestmannaeyjum síðustu daga í orðsins fyllstu merkingu, því bæði hefur veiðst vel og hvassviðri hefur verið af stærri gráðunni.

Lundavertíðin: Rokveiði á endasprettinum Vestmannaeyjum

ROKVEIÐI hefur verið hjá bjarg veiðimönnum í Vestmannaeyjum síðustu daga í orðsins fyllstu merkingu, því bæði hefur veiðst vel og hvassviðri hefur verið af stærri gráðunni. Lundaveiði í úteyjum Vestmannaeyja og á heimalandinu var í meðallagi í sumar, en leiðindaveður hefur frekar haldið lundanum niðri.

Lundaveiðitímabilinu lýkur 15. ágúst, en síðustu daga hafa úteying ar úr Álsey, Elliðaey, Bjarnarey og fleiri eyjum komið með tugi kippa í land. Í hverri kippu eru 100 fuglar. Síðustu daga hefur lundapysjan látið sjá sig í Vestmannaeyjabæ, frekar í seinna lagi eins og annað í lundabú skapnum í sumar, en margir Eyjamenn dóla um í bílum sínum á kvöldin og bjarga pysjunum af götunum. Það sem laðar pysjurnar á nætur bröltinu eru ljósin í bænum, en það skiptir öllu máli fyrir þær að komast til hafs.

- á.j.