Sandgerði: Sprengt úr innsiglingunni Keflavík. Dýpkunarframkvæmdir hafa staðið yfir við innsiglinguna til Sandgerðis í sumar. Við verkið er notaður borpall ur og er unnið við að sprengja úr innsiglingarennunni frá pallinum.

Sandgerði: Sprengt úr innsiglingunni Keflavík. Dýpkunarframkvæmdir hafa staðið yfir við innsiglinguna til Sandgerðis í sumar. Við verkið er notaður borpall ur og er unnið við að sprengja úr innsiglingarennunni frá pallinum.

Stefán Jón Bjarnason sveitarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið yrði fyrir 27,5 milljónir króna í sumar og væri það um 10% af heildarverkinu. Framkvæmdir hefðu gengið ágætlega og yrði þessum hluta væntanlega lokið um miðjan ágúst.

Ýmsar framkvæmdir hafa verið í gangi í Sandgerði í sumarog sagði Stefán Jón Bjarnason þær helstu vera viðbyggingu við skólann, malbikun gatna og klæðning á íþróttahúsið - og væri kostnaður við þessar framkvæmdir áætlaður um 10 milljónir króna. Auk þess ætti aðkoma fyrir dælubúnaði hjá vatnsveitunni í haust og væri markmiðið að freista þess að ná upp hærri vatnsþrýstingi, en lágur vatnsþrýstingur á kaldavatnskerfinu hefði verið vandamál í Sandgerði.

- BB

Morgunblaðið/Björn Blöndal

Borpallur hefur verið staðsettur fyrir utan höfnina í Sandgerði í sumar en frá honum hefur verið unnið við að sprengja úr innsiglingunni.