Skipaútgerð ríkisins: Ráðgjafarfyrirtæki gerir úttekt á rekstrinum Samgönguráðuneytið hyggst fá rekstrarráðgjafarfyrirtæki til þess að fara ofan í saumana árekstri Skipaútgerðar ríkisins.

Skipaútgerð ríkisins: Ráðgjafarfyrirtæki gerir úttekt á rekstrinum Samgönguráðuneytið hyggst fá rekstrarráðgjafarfyrirtæki til þess að fara ofan í saumana árekstri Skipaútgerðar ríkisins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun fyrirhugað að skipta rekstrarúttekt þessari í tvo hluta. Annars vegar á að kanna núverandi fyrirkomulag rekstrarins, umboðsmannakerfi, siglingar, þjónustuþörf og möguleika á þvíað draga úr kostnaði en halda uppi óbreyttri þjónustu við landsbyggðina. Hins vegar verða kannaðir ýmsir nýir kostir, til dæmis að minnka umfang ríkisrekinna strandsiglinga en veittur verði stuðningur til þess að einkaaðilar geti haldið uppi slíkum flutningum til afskekktra staða.

Athugun þessi siglir í kjölfar tveggja skýrslna, sem gerðar hafa verið um Skipaútgerðina. Annarsvegar er um að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í vor, þar sem gerð er grein fyrir miklum rekstrarörðugleikum fyrirtækisins og stórum vanskilaskuldum, sem safnast hafa upp á árunum 1982-1987 og nema hundruðum milljóna. Hins vegar hefur Byggðastofnun unnið að könnun á flutningamagni til ýmissa landshluta eftir mismunandi leiðum, og hvort bættar samgöngur á landi geti dregið úr þörfinni fyrir strandsiglingar á einhverjum stöðum. Byggðastofnun hefur skilað bráðabirgðaskýrslu um þessar athuganir, en endanlegrar skýrslu er að vænta í september.

Samkvæmt heimildum blaðsins eru í samgönguráðuneytinu meðalannars uppi hugmyndir um að draga úr umfangi starfsemi Skipaútgerðarinnar en leysa þörf þeirra staða, sem ekki komist af án strandflutninga, til dæmis með því að einkarekin skipafélög sjái um þá gegn greiðslu úr ríkissjóði í stað þess að ríkið haldi uppi umfangsmiklu og óhagkvæmu flutningakerfi.

Stuðningur ríkisins til Skipaútgerðarinnar á fjárlögum þessa árs nemur 155 milljónum króna. Rekstr arúttektin mun væntanlega verða lögð fram við afgreiðslu fjárlaga á næsta þingi.