Heimsmeistaramót unglinga í Rúmeníu: Guðfríður í 6.sæti og Héðinn í 9.sæti Heimsmeistaramóti unglinga í skák lauk í Rúmeníu um helgina. Tveir íslenskir keppendur tóku þátt.

Heimsmeistaramót unglinga í Rúmeníu: Guðfríður í 6.sæti og Héðinn í 9.sæti Heimsmeistaramóti unglinga í skák lauk í Rúmeníu um helgina. Tveir íslenskir keppendur tóku þátt. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir keppti í flokki stúlkna undir 16 ára aldri og hafnaði hún í 6. sæti með 6,5 vinninga af 11 mögulegum. Rúmlega 30 stúlkur kepptu í þessum flokki.

Héðinn Steingrímsson keppti í flokki 14 ára pilta og yngri. Hlaut Héðinn 7 vinninga af 11 mögulegum og hafnaði í 9. sæti. Ísraelinn Eran Liss sigraði 14 ára og yngri flokkinn með 9 vinninga af 11 mögulegum.