Iðnaðarráðherra í Reykjaneskjördæmi FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra er þessa dagana á yfirreið um Reykjaneskjördæmi þar sem hann skoðar fyrirtæki og fundar með trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Iðnaðarráðherra í Reykjaneskjördæmi

FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra er þessa dagana á yfirreið um Reykjaneskjördæmi þar sem hann skoðar fyrirtæki og fundar með trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins. Í gær skoðaði hann fyrirtæki í Garðabæ og Hafnarfirði ásamt Salóme Þorkelsdóttur, þingmanni kjördæmisins, og Árna Ólafi Lárussyni, formanns kjördæmisráðs sjálfstæðismanna. Hér eru þau Friðrik og Salóme í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ ásamt Jóni Gauta Jónssyni, framkvæmdastjóra sem sýnir þeim líkan af nýrri tegund báts, sem er þar í hönnun. Báturinn, sem er kallaður Sæfleyg ur,á að geta náð miklum hraða, þótt vont sé í sjóinn.

Morgunblaðið/Þorkell