Skorradalur: Kviknar í íbúðarhúsi í Haga Hvannatúni, Andakíl. MIKIL mildi var að ekki fór verr þegar eldur varð laus í kjallaraeld húsi í Haga, Skorradal, aðfaranótt 4. ágúst sl., en einbúanum Þórði Runólfssyni, tæplega 92 ára gömlum, tókst að slökkva...

Skorradalur: Kviknar í íbúðarhúsi í Haga Hvannatúni, Andakíl.

MIKIL mildi var að ekki fór verr þegar eldur varð laus í kjallaraeld húsi í Haga, Skorradal, aðfaranótt 4. ágúst sl., en einbúanum Þórði Runólfssyni, tæplega 92 ára gömlum, tókst að slökkva eldinn.

Klukkan 4.30 vaknaði Þórður viðað mikill og kæfandi reykur var í svefnherbergi hans, sem er upp af eldhúsinu. Fór hann þegar niður í eldhús, en þaðan kom reykurinn. Þar sá ekki handa skil og erfitt að gera sér grein fyrir aðstæðum. Þó sá hann að eldur logaði í þili á bakvið eldavélina.

Í eldhúsvaskinum vissi Þórður af vatnsfötu fullri af vatni, þangað komst hann, náði fötunni og gat skvett úr henni á eldinn, sem slökknaði við þessa einu gusu.

Líklega hefur loftleysið í eldhúsinu bjargað því að eldurinn magnaðist ekki, því eldhúsið er niðurgrafið, gluggi og hurð voru lokuð. Veggir og loft í eldhúsinu eru úr timbri svo nægur var eldmatur inn.

Þórður var nokkuð eftir sig eftir þrekraun þessa, hefur trúlega fengið snert af reykeitrun. Eldsupptök urðu líklegast í ruslafötu sem stóð á bak við eldavélina, sem er gömul olíueldavél. Gamli maðurinn lætur rétt týra á vélinni yfir nóttina tilað halda húsinu heitu, því húsið er hitað upp frá eldavélinni. Trúlega hefur hann snúið innstreymislokan um á eldavélinni í öfuga átt um kvöldið þegar hann fór í háttinn. Eldavélin hefur því loghitnað í stað þess að verða ylvolg.

­ DP