Danmörk Minkar í staðinn fyrir kýr FJÖLDI loðskinnaframleiðenda í Danmörku og þá einkum í minka rækt hefur vaxið hratt að undanförnu. Ástæðan er sú, að fleiri og fleiri danskir bændur eru að gefast upp á hefðbundinni kjötog mjólkurframleiðslu.

Danmörk Minkar í staðinn fyrir kýr

FJÖLDI loðskinnaframleiðenda í Danmörku og þá einkum í minka rækt hefur vaxið hratt að undanförnu. Ástæðan er sú, að fleiri og fleiri danskir bændur eru að gefast upp á hefðbundinni kjötog mjólkurframleiðslu. Á síðasta ári voru skinnaframleiðendur þar orðnir fleiri en 5.000, en voru ekki nema 4.465 árið þar á undan.

Minkaræktin er nú að verða fjórða stærsta grein landbúnaðar í Danmörku og á þessu ári sjást þess augljós merki, að greinin er enn að þenjast út, einkum á VesturJótlandi. - Minkaræktin hefur verið mjög arðvænleg, en það hefur dregið úr arðseminni af mörgum ástæðum, sagði Jens Østergaard, framkvæmdastjóri Félags danskra loðskinnaframleiðenda í blaðaviðtali fyrir skömmu. Kvaðst hann álíta, að mildir vetur víða um heim að undanförnu hefðu átt sinn þátt íað draga úr eftirspurn eftir loðskinnum, sem svo hefði leitt til vaxandi framboðs. Það að auki væri verð á loðskinnum háð Bandaríkjadollar og lágt gengi dollarans að undanförnu hefði að sjálfsögðu ekki verið loðskinnaframleiðendum í hag.

MINKARÆKTMikill vöxtur hefur verið í danskri loðskinna framleiðslu að undanförnu, einkum minkaskinnum.

Á