Fjármál Bandaríkin á útsölu? Fjárfestingar útlendinga hafa margfaldast á undanförnum árum Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins ERU útlendingar að kaupa upp Bandaríkin? Í skýrslu um fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum, sem...

Fjármál Bandaríkin á útsölu? Fjárfestingar útlendinga hafa margfaldast á undanförnum árum Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins

ERU útlendingar að kaupa upp Bandaríkin? Í skýrslu um fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum, sem birt var í síðustu viku, kemur fram að eignir útlendinga hafa þrefaldast frá 1980 og nema um 1.500 milljörðum dollara (um 69.000 milljörðum ísl. króna). Þetta jafngildir að hver Bandaríkjamaður ætti eignir fyrir liðlega 6.200 dollara (um 287 þúsund ísl. króna). En eins og ætíð greinir sérfræðinga á um hvort nauðsynlegt sé að setja hömlur á erlendar fjárfestingar.

Skýrslan var unnin af nýrri stofnun, Congressional Economic Leadership Institute, sem 50 þingmenn og 30 athafnamenn standa að. Þar kemur fram að um 3 milljónir Bandaríkjamanna vinna hjá erlendum aðilum í Bandaríkjunum. Í framleiðsluiðnaði eru 7% vinnuaflsins á launum hjá erlendum fyrirtækjum. Útlendingar eiga um 1.300 milljarða dollara í ríkisskuldabréfum, bankabréfum og hlutabréfum. Beinar fjárfestingar þeirra í verksmiðjum og fasteignum eru 262 milljarðar dollara eða 215% meiri en 1980. Á sama tíma hafa beinar fjárfestingar bandarískra fyrirtækja erlendis aðeins aukist um 40%. Og á síðasta ári keyptu útlendingar 306 bandarísk fyrirtæki fyrir 25,6 milljarða dollara og sérfræðingar búast við allt að 50% aukningu á þessu ári.

Um 20% af eignum banka eru í höndum erlendra aðila, samkvæmt umræddri skýrslu og útlendingar eiga 5 milljónir hektara af ræktuðu landi.

Í frétt bandaríska dagblaðsins USA Today síðastliðinn fimmtudag kemur fram að í nýlegri skoðanakönnun Smick-Medley