Steingrímur Örn Steingrímsson Fæddur 2. maí 1970 Dáinn 1. ágúst 1988 Í dag er til moldar borinn systursonur minn, Steingrímur Örn Steingrímsson. Foreldrar hans eru Esther Hauksdóttir og Steingrímur Örn Steingrímsson. Þau slitu samvistir þegar Steini, eins og hann var venjulega kallaður, var 6 áragamall. Steini fylgdi mömmu sinni.

Steini var rólegt og ljúft barn þrátt fyrir óstöðugt heimilishald. Ljúfmennskan fylgdi honum út lífið. Hann var einkar barngóður og hafði gott lag á börnum. Hann sendi dóttur minni uppáhaldsbarnabækurnar sínar, Perlu-bækurnar og Sögurnar um Mola flugustrák, því hann vissi að hún hafði gaman af bókum.

Mæðginin bjuggu á Neskaupstað í 3 ár og síðan á Stokkseyri um 6 ára skeið, þar til þau fluttu afturtil Neskaupstaðar fyrir 2 árum. Þaubjuggu oftast í nábýli við Kollu, Einar og dætur. Hjá þeim átti Steini alltaf öruggt athvarf. Voru þau honum sem fjölskylda.

Steini var snyrtimenni og alltaf hugulsamur og góður við mömmu sína. Hann lagði sitt af mörkum tilað gera heimili þeirra vistlegt. Sem unglingur var Steini mikið fyrir sveitina og eitt sumarið á Stokkseyri ræktaði hann bestu gulrætur sem ég hef smakkað.

Á Neskaupstað voru Esta og Steini búin að koma sér vel fyrir í eigin húsi.

Framtíðin var björt, Esta búin að hitta nýjan lífsförunaut, Magnús Ólafsson. Magnúsi og Steina varvel til vina. Þeirra tal var sem maður við mann. Fjölskyldan ætlaði að flytja suður. Steini ætlaði í iðnskólann og sinna öðrum áhugamálum sínum.

En vegir guðs eru órannsakanlegir. Steini var kallaður burt í skyndi. Það er huggun harmi gegn að þeir deyja ungir sem guðirnir elska.

Góði guð, gef Estu og öðrum nærstöddum styrk í sorg sinni.

Hulda Hauksdóttir