Ólafur Jóhann Sigurðsson Við þekktumst aðeins í rúm tvö ár. Ég var að skrifa dálitla mennta skólaritgerð um nokkrar af smásögum hans, og langaði þess vegna tilað hitta hann. Það var auðfengið. Marskvöldið, þegar við hittumst í fyrsta sinn, líður mér ekki úr minni. Við sátum og spjölluðum um sögurnar fram á nótt, og það var mér mikið ævintýri. Hann var auðugur maður. Ekki að efnislegum gæðum; fátt var honum fjær skapi en slík auðæfi; heldur að andlegum auði. Og fáir hygg ég, að hafi verið jafn örlátir á að deila auði sínum meðöðrum og hann.

"Hann skorti tómlætið," var sagt um Heinrich Böll látinn. Þessi orð hafa komið í huga minn nú, þegar Ólafur Jóhann er dáinn. Honum stóð ekki á sama um neitt, hann leiddi ekkert hjá sér. Í huga hans voru bókmenntirnar og þjóðfélagið tvíeyki, sem ekki varð klofið í sundur. Menn, sem líta svo gagnrýnum augum á umhverfi sitt, mæta tíðum efasemdum, jafnvel andspyrnu þeirra, sem geta ekki eða vilja ekki horfast í augu við samtíma sinn. Fáir ungir höfundar hafa í fyrstu þolað jafn ranglátar viðtökur gagnrýnenda og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Sögur hans voru sagðar "út í hött" eða "koma mönnum nauðalít ið við", þegar þær voru fyrst gefnar út í lok fjórða áratugarins og í upphafi þess fimmta. Og það er undarleg staðreynd, að jafnstór brotið listaverk og "Píus páfi yfirgefur Vatíkanið", einhver áhrifamesta smásaga, sem rituð hefurverið á íslensku, fékkst í fyrstu ekki birt, þar eð hún þótti of dapurleg, of myrk.

Þegar Ólafur Jóhann Sigurðsson flutti til Reykjavíkur geisaði kreppa í íslensku þjóðfélagi. Hann lýsti stundum þeirri sýn, sem þá blasti við honum í höfuðborg landsins: atvinnuleysingjum í Verkamanna skýlinu, krepptum og matarlausum öldungum í Austurstræti, fátæktinni sem blasti við í hverjum glugga, þegar gengið var upp Hverfisgötu. Því er ekki að undra, að vonin um að bæta úr bágindum alþýðu manna skyldi verða leiðarstjarnan í ritverkum hans. Hann dró hvergi undan, hann leiddi lesendur sína inn í aumustu kot og þurrabúðir, stillti þeimupp í návígi við örbirgð og atvinnuleysi, og síðast en ekki síst: Hann sýndi þeim niðurlæginguna og firringuna, jafnvel brjálsemina, sem slíkt leiðir yfir fólk. Og þótt allar bókmenntir séu mótaðar af samtíma sínum, þá hygg ég, að margar af sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hljóti að teljast eilíf varnaðarorð um þær hörmungar, sem eru og verða fylgikonur fá tæktar og allsleysis.

Síðar sóttu önnur mein í íslensku þjóðfélagi að huga Ólafs Jóhanns. Vörn íslenskrar tungu og menningar gegn innrás erlendra áhrifa varð honum hjartans mál. hann talaði stundum um þjóðfrelsissteininn, sem við þyrftum að ýta upp brekkuna; og var oft svartsýnn á að sá steinn kæmist nokkurntíma alla leið upp á brún. Sjálfur gekk hann með reginafli að þessu verki. Fáir mennhafa verið jafnkröfuharðir um meðferð tungunnar, undirstöðu alls þjóðfrelsis, og hann. Og það hlýtur að vera öllum hollt, sem eitthvað fást við að letra á blað, að gangaí smiðju til hans. Hann kenndi mér margt, ótalmargt, um íslenska tungu, færði mér í hendur sjóð, semég fæ aldrei fullþakkaðan honum.

Við lifum "á öld hrævarelds og grímu", sagði hann í einu af síðustu ljóðum sínum. Honum féll illa margt í fari samtímans; hann leit á heim okkar sem blekkingaheim, auglýs ingaheim. Sérstaklega var hann gagnrýninn á fjölmiðla samtímans. Ég hringdi til hans í síðasta sinn mánudaginn 25. júlí. Erindið varþað, að biðja hann um dálítið spjall í Þjóðlífi í tilefni af sjötugsafmælinu, sem fór í hönd. Hann beiddist undan, sagðist ekki vera neinn fjölmiðlamaður. Honum var fátt fjær skapi en auglýsa sjálfan sig; og eiginlega held ég, að honum hafiekki fundist hann eiga heima í þeim auglýsingaheimi, þeim grímuheimi, sem við lifum í.

Nú er höggvið skarð í raðir Suð urgötufólks. Önnu, Jóni og Ólafi sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.

Segja má með nokkrum sanni, að listamenn lifi, meðan verk þeirra lifa. Ég er þess fullviss, að verk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar munu lifa lengi - lengur en flest önnur listaverk.

Einar Heimisson