Ásta Sigvaldadóttir Elsku Ásta amma okkar er dáin og nú hefur hún fengið frið. Amma hafði ekki verið heilsuhraust um tíma og við vissum öll að hverjustefndi. Það er þó alltaf þannig með

þá sem manni þykir vænt um, að söknuðurinn verður ávallt jafnmikill þegar kallið kemur.

Amma bjó í fallegu húsi við Ham arstíginn á Akureyri, þar fannst okkur krökkunum ætíð gott að koma. Við minnumst ömmu þar sem hún stóð brosandi á tröppunum og bauð okkur ferðalangana velkomna. Ekki þurfti að spyrja að því að okkar beið eitthvað gott í eldhúsinu hennar ömmu, eitthvað sem húnhafði útbúið sérstaklega handa okkur.

Amma var lífsreynd kona og hún miðlaði okkur óspart af þekkingu sinni um lífið og tilveruna. Þau heilræði sem hún gaf okkur eru okkur gott vegarnesti út í lífið.

Við eigum margar góðar minningar tengdar ömmu sem aldrei munu gleymast. Nú vitum við að henni líður vel hjá afa, Pétri og Sturlu. Minningu þeirra geymdi hún ávallt efst í huga sínum, eins munum við geyma minninguna um ömmu. Megi hún hvíla í guðs friði.

Hér við skiljumst

og hittast munum

á feginsdegi fira.

Drottinn minn

gefi dauðum ró,

hinum líkn, er lifa.

(Úr Sólarljóðum)

Ásta, Sigurður, Svanhild-

ur, Kolbeinn og Ásgeir.