Ólafur Jóhann Sigurðsson Góður vinur er genginn. Einn fremsti rithöfundur Íslands skrifar ei meir. Ólafur Jóhann Sigurðsson var fæddur í Hlíð í Garðahverfi 26. september 1918. Þegar hann var fimm ára fluttust foreldrar hans, Sigurður Jónsson og Ingibjörg Þóra Jónsdóttir, að Litla-Hálsi í Grafningi og fjórum árum síðar að Torfastöðum í sömu sveit. Í Grafningnum dvaldist Ólafur Jóhann fram á sextánda ár.

Hann kvæntist 22. apríl 1943 eftirlifandi konu sinni, Önnu Jónsdóttur Árnasonar héraðslæknis á Kópaskeri. Þar fékk hann förunaut sem full af æskuþreki þorði að gefasig bláfátækum rithöfundi sem varla hafði í sig og á. Vonglöð gekk hún við hlið hans fyrsta spölinn í hjónabandinu þar til hann fór til náms í Bandaríkjunum í desember sama ár, þá nýorðinn faðir. Síðasta spölinn fetuðu þau saman daginn sem hann dó. Hann hafði farið út um morguninn að reka lítilsháttar erindi. Af ýmsu smávægilegu dró hún þá ályktun að ekki væri allt með felldu og hélt á eftir honum. Hún fann hann fárveikan og studdi hann heim. Til að deyja. Studdi hann þann dag rétt eins og alla aðra daga í fjörutíu og fimm ára hjónabandi.

Þegar þau giftust hélt hún áframað vinna utan heimilis þó það væri ekki algengt í þá daga. En þeim veitti ekki af. Þrátt fyrir sleitulausa elju við blaðamennsku, þýðingar, prófarkalestur og eigin skriftir námu tekjur hans sjaldnast verka mannslaunum. Þá drýgðist vinnutími hans ekki við það hvað hann var fús að taka að sér handritaleið réttingar, oft án endurgjalds.

Synirnir urðu tveir: Jón sem er haffræðingur og Ólafur Jóhann, eðlisfræðingur og rithöfundur.

- - -

Við Ólafur munum hafa kynnst upp úr 1940. Þá var skáldsagan Liggur vegurinn þangað komin út og höfundur óspart tekinn til bæna. Nærri má geta hvílíkur hnekkir það er fyrir ungan mann að fá slíka dembu yfir sig. En hnekkirinn var efnahagslegur, ekki andlegur. Ólafur Jóhann var fjörmikill og lífsglaður og lét ekki deigan síga heldur herti sig við prófarkalestur og þýðingar. Árásunum svaraði hann 1942 með smásagnasafni þar sem margir bestu kostir hans komu fram. Enginn vafi þurfti að leika á því að höfundur með fágæta skáldgáfu hafði kvatt sér hljóðs. Þó hækkaði enginn róminn til að vekja athygliá honum, þó fann enginn gagnrýnandi sig knúinn til að segja lesendum af honum.

En maður sem hamast frá því árla morguns fram í rauðamyrkur við að lesa og leiðrétta annarra manna bækur, við að hjálpa vinum sínum, við að tileinka sér hið tærasta tungutak og koma því á blað, hann verður ekki kveðinn niður.

Snar þáttur í geðslagi hans var gamansemin. Á yngri árum gat hann verið meinhæðinn og ertinn. Í góðkunningjahópi átti hann það til að tala langar stundir í bundnu máli og þá alltaf í gamansömum tón. Við vorum báðir á þeim aldri sem heyrir glaðværðinni til og hvorki lítil efni né heimsstyrjöld hafði veruleg áhrif á lífsgleðina.

Um þessar mundir var hann að skrifa nokkrar bestu smásögur sínar sem standa öðru óbundnu máli hans fyllilega á sporði. Árið 1944 kom skáldsagan Fjallið og draumurinn og 1945 smásagnasafnið Teningar í tafli þar sem hver sagan er annarri snjallari.

- - -

Í ljóðakveri frá árinu 1952, sember hið yfirlætislausa heiti Nokkrar vísur um veðrið og fleira, er kvæði sem heitir Fljótið. Sjálfsagt er þar fjallað um mörg vötn en eitt af þeim er vissulega Sogið. Þar segir á einum stað:

Ég er fljótið

sem nam þig ungan,

bljúgan, hikandi og feiminn

að blikandi straumi mínum.

Og eilífð bernskunnar

þaut í grasi og lyngi

eins og mildur nálægur draumur.

Þar er sleginn strengur sem átti eftir að hljóma aftur og aftur í þremur ljóðabókum frá árunum 1972 til 1978. Fyrir tvær þær fyrri, sameinaðar í eina bók, hlaut hann Norðurlandaverðlaunin 1976. Það er ágætt en hitt er þó betra að í þessum bókum dýpkar hljómurinn og verður að máttugum tregaslag. Söknuður og vitneskja um nálægð dauðans eru þeir strengir sem þarer leikið á.

Ólafur Jóhann átti heima í Grafningnum í einungis tíu ár tæp. En þar leið bernska hans og æska frá fimm ára aldri þar til á sextánda ári. Á þessu aldursskeiði greypist landið, sveitin fljótið vatnið mýrin og fjallið, svo fast í vitund hans að allt til dauðadags er hann að vinna úr þeim hughrifum.

Og hvílík úrvinnsla.

Hann hafði mikils að minnast og margs að sakna. Fátækur er sá sem aldrei kemst í kynni við slíkt og áþekkt umhverfi. Getur hann öðlast hinn sára söknuð sem, ásamt öðru, gerir mann að skáldi?

Ég nefndi tregaslag. Eigi að síður er í þessum bókum talsvert af léttum kvæðum, meira að segja um dauðann:

Hér ertu að kvöldi, kæri vin,

kominn úr þínu vosi.

Og svo framvegis, allar vísurnar í þessum dúr, í glettnislegri og tilgerðarlausri einlægni.

- - -

Ólafur Jóhann hafði róttækar skoðanir í stjórnmálum. Þjóðmálaumræður fundu sér leið inn í sögur hans og þótti ekki öllum jafn gott. Margur maðurinn snerist gegn honum af þeim sökum. Þeir sáu ekki skóginn fyrir trjánum. Ég veit ekki hvort hann var flokksbundinn. Hitt veit ég að skoðanir hans voru ekki flokksbundnar. Hann lét aldrei múlbinda sig heldur sagði þeim hispurslaust til syndanna sem héldu að þeir ættu hann. Það átti hann enginn.

Vinum sínum var hann hollráður og traustur en óvæginn þeim sem hann átti grátt að gjalda, þó manna fúsastur til sátta. Hann er talsmaður hinna fornu dyggða í skáldverkum sínum og slakar aldrei á klónni hvernig svo sem fleyið veltist í straumkasti frá nýjum stefnum, hvernig svo sem boðberar hömuðust við að færa þessar dyggðir á kaf. Jafnframt gerði hann sér ljóst að nú á tímum eiga þær ekki upp á pallborðið hjá þjóðum heims. Ekki grynnkar sú vitneskja hinn djúpa trega sem oft setur svip á rit hansog nær hámarki í ljóðabókunum þremur.

Ein af þeim kröfum sem Ólafur Jóhann gerði til sín var að skrifa ekki um annað en það sem hann þekkti. Þar í birtist krafa hans um að vera heill og sannur. Af því leiðir aftur þversögnina að meðan lífsfjörið er mest eru sögur hans alvarlegar og stundum þungar en eftir því sem líður á ævina bregður æ oftar fyrir ríkri gamansemi. Dæmi um það er hið þrídeilda verksem hefst með Gangvirkinu og þá ekki síður Hreiðrið.

- - -

Fáir renna æviskeið sitt án þess einhverntíma að lenda í þrengingum, ekki síst rithöfundar. Gangvirkið kemur út árið 1955, Á Vegamótum sömuleiðis. Þá verður langt hlé hjá Ólafi Jóhanni sem hann rýfur ekki fyrr en 1962 með stuttri barnabók, Spóa, og þó eftirminnilegar árið 1965 með tveimur sögum í Leynt og ljóst. Önnur þeirra er ein frægasta saga hans: Bréf séra Böðvars, en hin Mýrin heima, þjóðarskútan og tunglið, þar sem örlar á þeim efnivið sem síðar á eftir að reynast grunnstoðin í ljóðagerð hans.

En árið 1972 kemur Hreiðrið, smásagnasafnið Seint á ferð og ljóðabókin Að laufferjum. Enn verður bið á því að framhaldið á Gang virkinu birtist. Hvað veldur svo langri töf?

Hreiðrið er bráðskemmtileg bók. Og afar forvitnileg. Mér hefur oft dottið í hug að í henni sé að finna skýringu á þeim drætti sem varð á framhaldi af Gangvirkinu.

En hvernig sem því er háttað þá er hitt ljóst að Ólafur Jóhann hefur notað tímann til að meta og endurmeta stöðu sína og sjónarmið öll. Bein afleiðing af því mati er ljóðagerð sem augsýnilega er allra miðla hentugastur til að koma endurvökt um tilfinningum hans á framfæri og á líka eftir að bera ríkulegan ávöxt. Jafnframt vinnur hann að hinu þrídeilda verki sem hófst með Gangvirkinu og kemur með Seið og hélog árið 1977 og Dreka og smáfugla árið 1983.

- - -

Ólafur Jóhann unni heimili sínu, konu og tveimur sonum, en var jafnframt elskhugi og þjónn íslenskrar tungu. Við kunningjar hans gleymum ekki orðum hans, mæltum fyrir mörgum árum í læri sveinahópi ef svo má segja, að nú væri hann að byrja að gruna hvað íslensk tunga væri. Okkur þótti þetta dálítið furðulegt því þá þegar vissu þeir sem vildu að hann var orðinn einn af snjöllustu málvitund armönnum okkar. Síðar hef ég skilið orð hans betur. Hin ríka málkennd hans, tekin í arf frá foreldrum og glædd af góðum lestri, dugði honum langt eins og sjá má af fyrstu sögum hans, barnabókunum. Stöðugur agi og leit að hreinleika gerði mál hans bjart og tært. Þvítil sönnunar er óþarft að vitna í einstaka þætti í skrifum hans, öll gnæfa þau upp úr meðalmennskunni. Sjálfur mun hann hafa talið sig ná bestum árangri í meðferð tungunnar í tveimur síðari bindum hins þrídeilda verks sem hefst með Gangvirkinu. Sjálfsagt er það rétt. Og sannast sagna er málgaldur hans þar með ólíkindum. Ég man að einhverjum ritdómara fannst nokkrir þáttanna renna hægt fram. En einmitt í hinum lygnu vötnum, þar er dýpið mest.

- - -

Vináttu hans og margan vinargreiða fæ ég ekki fullþakkað.

Oft hef ég spurt sjálfan mig hvar Ólafur Jóhann hafi fundið þá tæru lind sem streymdi fram í málfari hans. Hvaðan komu honum orðin sem okkur vantaði en léku honum á tungu? Hvaða göldrum beitti hann til að fá hverja setningu í löngum málsgreinum til að rísa og lifa, hverja og eina einustu?

Ólafur Jóhann varpaði líka fram þessari spurningu þegar hann orti um skáld. Og svaraði sér sjálfur:

Undrandi verð ég eins og fyr

og enn ég spyr í hljóði:

Hvert voru orð svo dýrleg sótt,

svo dularfullur styrkur?

Í djúpa nótt.

Í djúpa nótt og myrkur.

Jón Dan

SJÁ BLS.: 42