Atli Smári Ingvarsson fæddist 9. október 1943. Hann lést 1. mars 2023.  Útför fór fram 15. mars 2023.

Hann fæddist 9. okt. 1943; stoðtækjafræðingur að mennt; trúnaðarvinur skjólstæðinga sinna og hollráði. Hann gaf þeim meira en heyrði undir gjaldskrá. Item; samtali á mannamáli af djúpum skilningi, hjartahlýr og fylgdi öllum vel eftir. Sérhver skjólstæðingur var einstakur, sérstakur og verðskuldaði einungis það bezta.
Við vorum bræður í Oddfellowstúkunni Ara fróða í 27 ár, frá 1996 til 2023.
Hann andaðist á gjörgæzludeild Landspítalans 1. marz 2023; jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 15. marz.
Minning er oft lítið annað en brotabrot og skýjum slungnar myndir. En liðinn tími er þó stundum skýr, bjartur og altekur okkur einsog voldug hljómkviða.
Oddfellowreglan byggði upp og gaf ríkinu Líknardeild Landspítalans með því fororði að hún yrði aldrei skorin niður. Þá var niðurskurður hagfræðilausn á Íslandi. En loforðið stendur.
Atli Smári studdi þá hugmynd mína, að stofna drengjakór Arabræðra, fyrir margt löngu.
Eitt fyrsta verkefni þessa litla kórs voru jólatónleikar fyrir skjólstæðinga Líknardeildar Landspítalans á Þorláksmessu eitt árið. Viðtökur voru langt umfram væntingar. Að tónleikum loknum vék sér að okkur Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir, og pantaði jólasvein í húsið á aðfangadag. Slíkri konu var ekki hægt að neita, enda lofaði Atli Smári án þess að blikna, að senda Hurðaskelli.
Valgerður varð himinglöð og Atli Smári brosti breitt. Á þeirri stundu skildi ég lífsgleði Atla Smára og félagslega sköpunargáfu hans. Í jazztónlist kallast slíkt snarstefjun.

En hver skyldi hafa komið böndum á þessa galgopa, sem datt í hug að hemja raddbönd þessara pilta í samsöng?

Hún hét Guðrún Ásbjörnsdóttir. Ég man ekki betur en Atli Smári hafi stungið uppá henni og engum dottið í hug að andmæla.

Dóttir okkar hjóna, Ingunn, mætti oft á æfingar Söng-Ara með þverflautuna, lék einstakar raddir að beiðni Guðrúnar og studdi sönvarana, m.a. með undirleik og raddstoð á jónatónleikum í stúkunni. Eftirá sagði Atli Smári: ,,Við erum frábærir þegar þú spilar okkur saman. Þá brosti Guðrún og kinkaði kolli. Barnið fann hlýhug og traust frá þessum manni og dáði hann og virti alla tíð.
Guðrún var glæsileg, fjölgreind, heillandi, hæfileikarík og án listrænna fordóma. A.m.k. vildi hún hjálpa okkur að ná samsöng og hljómi.
Hún hlýtur að hafa elskað okkur, því hún kenndi okkur og leiðbeindi hvar og hvenær sem færi gafst, meira að segja á stórglæsilegu heimili þeirra hjóna í Garðabæ. En þá var enginn heima. Vorum við svona lélegir? Alls ekki sagði Atli Smári. Þessi blómin þurfa skjól, umhyggju og glæsilega konu.
Þökk sé Guðrúnu Ásbjörnsdóttur, Soffíusystur, f. 25. jan. 1945, d. 13. maí 2007.
Þá sagði Atli Smári: Hún var okkar kona. Þetta er búið. Það sagði sig sjálft, enda kom ekki til greina að halda framhjá síkri konu. Hún var því fyrsti og eini kórstjórinn okkar.Í vináttu, kærleika og sannlekaHaraldur G.Blöndal, María Aldís Kristinsdóttir og Ingunn M. Blöndal.