24. mars 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 217 orð

Bæklingur sem kynnir reglur um neytendalán

Bæklingur sem kynnir reglur um neytendalán SAMKEPPNISSTOFNUN hefur gefið út bækling þar sem kynntar eru reglur um neytendalán.

Bæklingur sem kynnir reglur um neytendalán

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur gefið út bækling þar sem kynntar eru reglur um neytendalán.

Sigríður Harðardóttir upplýsingafulltrúi hjá Samkeppnisstofnun segir að bæklingurinn muni liggja frammi í bönkum, sparisjóðum, verslunum og fyrirtækjum sem líkleg eru til að bjóða upp á raðgreiðslur eða greiðsluskilmála. "Tilgangurinn með útgáfu þessa bæklings er fyrst og fremst að upplýsa fólk um rétt sinn á þessu sviði. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir að hægt er að fá sundurliðað yfirlit, þar sem allur kostnaður kemur fram og heildarupphæð láns með kostnaði."

Lög um neytendalán voru sett í apríl 1993 og í september 1994 voru felld inn ný ákvæði. Við samningu laganna voru hafðar til hliðsjónar tilskipanir Evrópubandalagsins um neytendalán og einnig var stuðst við dönsk og sænsk lagafrumvörp um sama efni.

Í bæklingnum er hvatt til þess að valin sé ódýrasta leið til lántöku. Þar kemur fram að nokkrar gerðir lánssamninga eru undanþegnar lögum um neytendalán, m.a. lánssamningar sem gilda í skemmri tíma en þrjá mánuði, þá sem eru lægri en 15 þúsund kr. eða hærri en 1,5 milljónir. Einnig lánssamninga sem tryggðir eru með fasteignaveði. Lánssamningar sem gerðir eru í því skyni að stofna til eða viðhalda eignarrétti yfir fasteignum eða til að endurgera eða bæta við fasteign eru einnig undanþegnir lögunum.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.