19. ágúst 1988 | Innlendar fréttir | 548 orð

VISA Ísland fimm ára: Útgefin greiðslukort bráðum 100 þúsund

VISA Ísland fimm ára: Útgefin greiðslukort bráðum 100 þúsund GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆKIÐ VISA Ísland varð fimm ára þann 8. ágúst s.l.

VISA Ísland fimm ára: Útgefin greiðslukort bráðum 100 þúsund

GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆKIÐ VISA Ísland varð fimm ára þann 8. ágúst s.l. Í tilefni af afmælinu og væntanlegrar útgáfu 100 þúsundasta VISA- kortsins hefur verið ákveðið að veita viðtakanda þess 100 þúsund króna ferðaúttekt að eigin vali.

Félagið var stofnað 15. apríl 1983 sem sameignarfyrirtæki fimm bankaog þrettán sparisjóða. Í árslok 1985 var félagsforminu síðan breytt í hlutafélag; Greiðslumiðlun hf. og jafnframt gerðust sjö sparisjóðir í viðbót eignaraðilar. Alls eru hluthafar því 25 innlánsstofnanir eða 83% bankakerfisins.

Útgefin VISA- kort eru nú nær 100 þúsund talsins. Af útgefnum kortum eru um 80.000 VISA- kort virk í hverjum mánuði og lætur nærri að yfir 70% allra heimila í landinu séu með VISA og meir en helmingur allra landsmanna á aldrinum 18- 67 ára.

VISA Ísland er aðili að VISA International fyrir hönd eignaraðila sinna og tengist þannig útbreiddasta og tæknivæddasta greiðslusiptakerfi heims, "Visanet".

Mikla athygli hefur vakið innan VISA- samstarfsins á alþjóðlegum vettvangi hversu mikil og ör kortanotkun er orðin hér á landi, segir í frétt frá fyrirtækinu. Ekki það hversu korthafar eru í sjálfu sér margir, því víða eru fleiri kort í umferð miðað við íbúafjölda, heldur hitt hversu oft menn nota kort sín. Meðal færslufjöldi á kortreikning hjá VISA er nú rúmar tíu færslur í mánuði en er að meðaltali í heiminum um þrjár færslur í mánuði.

Í júlímánuði notuðu korthafar VISA kort sín um 600 þúsund sinnum innanlands og 65 þúsund sinnum erlendis. Erlendir VISA- korthafar greiddu í sama mánuði um 50 milljónir króna fyrir vöru og þjónustu hérlendis og tóku auk þess út um 10 milljónir í reiðufé.

Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun VISA- Íslands hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum. Má þar nefna símgreiðslur, tilgreiðslu leikhúsmiða, smáauglýs inga, vegna póstverslunar o.fl., boðgreiðslur til sjálfvirkrar millifærslu á ýmsum fastagjöldum, áskriftum blaða og tímarita o.fl., raðgreiðslum, til að dreifa greiðslubyrði vegna stærri viðskipta, ferðakostnaðar, tryggingargjalda o.fl. Þá fylgja VISA- viðskiptum nú ferðaslysa- og sjúkratryggingar og viðlagaþjón usta, korthöfum að kostnaðarlausu. Í fyrra var hafin útgáfa Gullkorta, sem eru einkum ætluð þeim sem eiga tíð erindi til útlanda vegna viðskiptaog fundahalda eða í embættiserindum.

Nú er unnið að undirbúningi þessað tölvuvæða kortaviðskiptin enn meir en þegar er, m.a. með uppsetningu búð- og símskanna (EPTOS), þ.e. sjálfvirks heimilda- og færslu streymiskerfis um tölvutengsl við verslanir og þjónustustaði. Jafnframt því að auka hraða og öryggi í viðskiptum dregur við það úr pappír snotkum og skrifborðs- og skráning arvinna minnkar.

Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá VISA og má nefna sem dæmi að innan fárra ára má búast við því að svokölluð Alkort (Super Smart Cards) verði tekin í notkun, en með þeim opnast nýjar víddir í greiðslu tækni.

Starfsmenn VISA Íslands eru nú um 30 talsins, en auk þess vinna um 150 manns við störf tengd VISA á 140 afgreiðslustöðum banka og sparisjóða víðsvegar um land. Skrifstofur VISA eru nú að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Stjórn VISA- Ísland skipa: Jóhann Ágústsson fyrir Landsbankann, formaður, Sólon R. Sigurðsson fyrir Búnaðarbankann, Sigurður Hafstein fyrir Samband Íslenskra sparisjóða, Gunnar Sigurjónsson fyrir Samvinnubankann, Halldór S. Magnússon fyrir Iðnaðarbankann og Ólafur St. Ottósson fyrir Alþýðubankann. Hafa hinir þrír fyrsttöldu verið með frá upphafi, sem og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Einar S. Einarsson.

(Úr fréttatilkynningu.)

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.