25. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Klapparmáfur finnst hérlendis

Klapparmáfur finnst hérlendis KLAPPARMÁFUR hefur sést í Arnarnesvogi og mun það vera í fyrsta sinn sem hann finnst hérlendis að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar fuglaáhugamanns.

Klapparmáfur finnst hérlendis

KLAPPARMÁFUR hefur sést í Arnarnesvogi og mun það vera í fyrsta sinn sem hann finnst hérlendis að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar fuglaáhugamanns.

Þekkja má klapparmáf á gulgrænum löppum, dökkgráu baki, svörtum vængendum, litlum hvítum blettum, rauðum hring í kringum augu og sterklegum goggi. Við fyrstu sýn líkist hann helst sílamáfi ef hann er sitjandi en fætur sílamáfs eru appelsínugulari og bak hans dekkra. Á flugi þykir klapparmáfur líkur silfurmáfi en bak þess síðarnefnda er ljósara og hvítu blettirnir stærri.

Klapparmáfar eiga heimkynni allt frá austurströnd Afríku og vestur til Mongólíu. Gesturinn í Arnarnesvogi er að líkindum paraður við sílamáf. Sé svo megi ætla að fuglinn haldi sig hérlendis og því hugsanlegt að tegundirnar tvær komi ungum á legg í sameiningu.

Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.