30. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Hvítbláinn fannst í kjallara

Hvítbláinn fannst í kjallara EINTAK af hvítblánum, gömlum íslenskum fána, fannst í kjallara Laufásvegar 43, húsnæði sem Reykjavíkurborg keypti með öllu innbúi af erfingjum Vigfúsar Guðmundssonar frá Engey.

Hvítbláinn fannst í kjallara

EINTAK af hvítblánum, gömlum íslenskum fána, fannst í kjallara Laufásvegar 43, húsnæði sem Reykjavíkurborg keypti með öllu innbúi af erfingjum Vigfúsar Guðmundssonar frá Engey. Hefur Árbæjarsafn í hyggju að gera húsið að safni.

Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur borgarminjavarðar er hér um merkilegan fund að ræða, þar sem enginn hvítbláinn er til í eigu Árbæjarsafns.

Einar Benediktsson vildi gera hann að þjóðfána og var hann fyrstur dreginn að húni 1897, en þríliti fáninn leysti hann af hólmi árið 1915, fyrst sem sérfáni en varð þjóðfáni 1918. Nær óbreytt heimili/B34-35

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.