13. maí 1995 | Minningargreinar | 153 orð

FRANS VAN HOOFF

FRANS VAN HOOFF

Frans van Hooff fæddist í Gendringen í Hollandi 9. apríl 1918. Hann lést í Jerúsalem 4. maí síðastliðinn er hann var staddur þar í sinni árlegu vorferð til landsins helga. Foreldrar hans voru Albert van Hooff, f. 6.5. 1891, d. 10.5. 1951, bæjarstjóri í Veldhoven, og Antonetta Jaspers, f. 15.8. 1891, d. 27.4. 1918, húsmóðir. Fósturmóðir Frans var Maria Verhoeven, f. 11.1. 1893, d. 2.10. 1972, húsmóðir. Frans van Hooff átti átta hálfsystkin, sem öll voru yngri en hann. Frans van Hooff var vígður til prests í Hollandi 25. júlí 1942. Preststörf sín stundaði hann lengst af í föðurlandi sínu eða til ársins 1979 að Hinrik Frehen, þáverandi biskup kaþólskra á Íslandi, bað hann að koma til Íslands og var hann búsettur hér síðan. Hér á landi starfaði séra Frans lengst af sem prestur Karmelsystra í Hafnarfirði. Útför sr. Frans fór fram frá Kristskirkju í Landakoti 12. maí sl.Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.