Nesstofa NESSTOFUSAFN hefur nú opnað eftir vetrarlokun. Nesstofusafn er sérsafn á sviði lækningaminja. Í safninu eru hlutir sem tengjst sögu heilbrigðismála á íslandi síðustu aldirnar, þ.á m. tæki og áhöld til lækninga.

Nesstofa

NESSTOFUSAFN hefur nú opnað eftir vetrarlokun. Nesstofusafn er sérsafn á sviði lækningaminja. Í safninu eru hlutir sem tengjst sögu heilbrigðismála á íslandi síðustu aldirnar, þ.á m. tæki og áhöld til lækninga. Nesstofa á Seltjarnarnesi er eitt fyrsta steinhús á Íslandi reist á árunum 1761-1763 fyrir okkar fyrsta landlækni, Bjarna Pálsson. Þá var þar til húsa fyrsta apótekið sem starfrækt var á Íslandi. Þjóðminjasafn Íslands eignaðist Nesstofu á árunum 1976 og 1979. Fyrsti vísir að lækningaminjasafni hófst árið 1940 og átti Jón heitinn Steffensen prófessor stærstan þátt í söfnun og skráningu þeirra muna sem nú eru varðveittir á Nesstofusafninu. Endurbygging Nesstofu hófst 1985 og fékk íslenska lækningaminjasafnið þar aðstöðu árið 1989 og var formlega opnað 10. júlí 1992 en það þykir einstakt í sinni röð í Evrópu. Þar er m.a. íslenskur fæðingarbekkur, hannaður með það fyrir augum að auðvelt væri að bera hann á öxlinni milli staða og augnþrýstimælir frá því um 1920 sem notaður var til að leita að gláku og var í eigu Kristjáns Sveinssonar auglæknis. Allt sem safnið hefur að geyma er dýrmætt fyrir sögu læknisfræðinnar og merkur hluti af þjóðmenningu Íslendinga.