19. maí 1995 | Fasteignablað | 304 orð

Sumarhús í Hrísey HJÁ Fasteignamiðstöðinni er til sölu sumarhús í Hrísey. Að

Sumarhús í Hrísey HJÁ Fasteignamiðstöðinni er til sölu sumarhús í Hrísey. Að sögn Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala er hér um að ræða hús sem má nýta sem heilsárshús. Það er 33 ferm. að stærð og með 27 fermetra verönd.

Sumarhús í Hrísey HJÁ Fasteignamiðstöðinni er til sölu sumarhús í Hrísey. Að sögn Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala er hér um að ræða hús sem má nýta sem heilsárshús. Það er 33 ferm. að stærð og með 27 fermetra verönd. Húsið skiptist í stofu, eldhús og baðherbergi með sturtu.

Húsinu geta fylgt allir innanstokksmunir, ef hentar," sagði Magnús. Það er kynt með rafmagni og stendur á skipulögðu svæði, þar sem gert er ráð fyrir nokkrum sumarhúsum.

Hrísey er einstök náttúruperla. Þar er margt að skoða og fjölskrúðugt fuglalíf. Hrísey er eins og allir vita í miðjum Eyjafirði og fjallasýn er þar einstök. Til Hríseyjar eru margar ferðir á dag frá Árskógsströnd. Fyrir þá sem ekki til þekkja skal tekið fram, að öll almenn þjónusta er fyrir hendi í Hrísey, svo sem verslun, pósthús, banki, sundlaug og fleira. Verðið á húsinu er hagstætt, 2,5 til 2,8 millj. kr. Á húsinu getur hvílt ein milljón króna ef það hentar kaupanda."

Að sögn Magnúsar Leopoldssonar stendur sumarhúsasala nú sem hæst. Það er talsverð eftirspurn eftir sumarhúsum núna," sagði Magnús. Við höfum á skrá mikinn fjölda sumarhúsa en vantar mjög góð hús og vel staðsett. Verð á sumarhúsum er þetta frá einni og hálfri milljón króna allt upp í 8 milljónir króna ef um er að ræða glæsilegar eignir. Algengasta verð er í kringum fjórar milljónir króna.

Kaupendur eru úr öllum stéttum en fólk sníður sér stakk eftir vexti enda margir verðflokkar til. Mest er framboð á sumarhúsum á Suðurlandi og Borgarfirði enda er kaupendahópurinn stærstur á Suð-Vesturhorninu. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að talið er hagstæðara nú um stundir að kaupa notaðar eignir en byggja sjálfur. En á móti kemur að þá ræður fólk minna um staðsetningu og gerð eignanna."

Sumarhús í Hrísey. Húsið kostar 2,5-2,8 millj. kr., en það er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.