23. maí 1995 | Íþróttir | 149 orð

Geir í úrvalslið HM

Á lokaathöfn HM var kunngjört val á úrvalsliði heimsmeistarakeppninnar og er þar valinn maður í hverju rúmi. Markvörður var valinn hinn gamalreyndi markvörður Þjóðverja Andreas Thiel, í vinstra hroninu Svíinn knái , skytta vinstra meginn hinn kungstugi leikmaður Frakka Jackson Richardsson.
Geir í úrvalslið HM Á lokaathöfn HM var kunngjört val á úrvalsliði heimsmeistarakeppninnar og er þar valinn maður í hverju rúmi. Markvörður var valinn hinn gamalreyndi markvörður Þjóðverja Andreas Thiel, í vinstra hroninu Svíinn knái , skytta vinstra meginn hinn kungstugi leikmaður Frakka Jackson Richardsson. Hlutverk leikstjóra féll í skaut Talants Dujshebaevs hins lipra leikmanna spænska landsliðsins og sem skytta á hægri væng var S. Kóreumaðurinn Yoon Kyung- shin, óumdeildur. Hornamaður hægra meginn var hinn sígildi leikmaður Króata, Irfan Smajlagic og rúsínan í pylsuendanum fyrir okkur Íslendinga var sú að línumaður úrvalsliðsins var valinn Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, en engum blöðum er um það fletta að Geir er vel að þessu kominn. Hann lék frábærlega í öllum leikjum landsliðsins á mótinu.

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. ÚRVALSLIÐ HM er skipað snjöllum leikmönnum. Aftari röð frá vinstri: Andreas Thiel, Geir Sveinsson, Irfan Smajlagic og Yoon Kyung-shin. Fremri röð: Erik Hajas, Jackson Richardsson, Talant Dujshebaevs.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.