LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn hefur undanfarna mánuði safnað peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítala Hringsins. Stefnt var að kaupum á öndunarvél fyrir fyrirbura. Þörfin fyrir slíka vél var orðin brýn enda mikil og góð reynsla af eldri vél sem hefur verið í notkun í nokkurn tíma á Barnaspítalanum.
Gáfu öndunarvél

fyrir fyrirbura

LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn hefur undanfarna mánuði safnað peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítala Hringsins.

Stefnt var að kaupum á öndunarvél fyrir fyrirbura. Þörfin fyrir slíka vél var orðin brýn enda mikil og góð reynsla af eldri vél sem hefur verið í notkun í nokkurn tíma á Barnaspítalanum.

Söfnun Lionsmanna gekk samkvæmt áætlun og var öndunarvélin afhent læknum Barnaspítala Hringsins föstudaginn 26. maí sl. Öndunarvélin verður staðsett á vökudeild kvennadeildar Landsspítalans. Fyrir hönd Barnadeildar Hringsins veittu Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir, forstöðumaður ungbarnadeildar Hringsins og Gunnar Biering, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans tækinu viðtöku.

Lionsklúbburinn Fjörgyn kann öllum sem lögðu verkefninu lið bestu þakkir.

FRÁ afhendingu öndunarvélarinnar.