11. júní 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson frumflut í haust

Þrek og tár

Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins eru hafnar æfingar á nýju íslensku leikriti, Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þrek og tár verður fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á næsta leikári. Sögusvið verksins er Vesturbær Reykjavíkur í kringum 1962, upprifjun ungs manns á æskuárum sínum þar.
Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson frumflut í haust Þrek og tár

Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins eru hafnar æfingar á nýju íslensku leikriti, Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þrek og tár verður fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á næsta leikári. Sögusvið verksins er Vesturbær Reykjavíkur í kringum 1962, upprifjun ungs manns á æskuárum sínum þar.

Þetta er saga fjölskyldu og þroskasaga ungs manns, ferðalag um land minninganna þar sem brugðið er upp kunnuglegum hliðum lífsins í tónum, máli og myndum.

Leikendur í Þreki og tárum eru Hilmar Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Örn Árnason, Vigdís Gunnarsdóttir, Egill Ólafsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stefán Jónsson, Magnús Ragnarsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Flutning tónlistar annast Tamlabandið, ásamt leikurum. Leikmynd hannar Axel H. Jóhannesson, búninga María Ólafsdóttir og tónlsitarstjórn er í höndum Egils Ólafssonar. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðarson.

HAFNAR eru æfingar á nýju íslensku leikriti, Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk SímonarsonAðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.