27. júní 1995 | Dagbók | 143 orð

Sjösofendadagur

SjösofendadagurDAGUR sjösofenda er í dag og segir í Sögu Daganna að hann séhelgaður og kenndur við sjö velættaða kristna grískættaða unglingasem sváfu í tvær aldir til að losna undan ofsóknum Desíuar keisaraum miðja 3.
Sjösofendadagur DAGUR sjösofenda er í dag og segir í Sögu Daganna að hann sé helgaður og kenndur við sjö velættaða kristna grískættaða unglinga sem sváfu í tvær aldir til að losna undan ofsóknum Desíuar keisara um miðja 3. öld og leituðu hælis í helli einum í fjallinu Celius og voru múraðir inni. Guð lét svefn falla á þá og vöknuðu þeir ekki aftur fyrr en eftir nær tvær aldir. Þá var land þeirra orðið kristið, og þeir færðu Þeódósíusi keisara sönnun fyrir lífi eftir dauðann, en lögðust síðan aftur til svefns og sofa nú að eilífu. Dagurinn varð mikils metinn á dögum krossferðanna og á 17. öld var byrjað að heita á sjösofendur við svefnleysi og hitasótt.

Helgisögninni fylgir veðurtrú á suðlægum slóðum, og á veður að haldast líkt sjö næstu daga eða vikur. Slíkrar þjóðtrúar verður vart hérlendis á síðari öldum en virðist aldrei hafa verið almenn, og ef til vill lífseigust á vesturhluta landsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.