1. október 1988 | Myndlist | 314 orð

VÍSUN, FÖNSUN OG STUÐLUN Myndhöggvarinn Hallsteinn Sigurðsson er ekki þekktur

VÍSUN, FÖNSUN OG STUÐLUN Myndhöggvarinn Hallsteinn Sigurðsson er ekki þekktur fyrir litskrúðugt nafnaval á myndir sínar.

VÍSUN, FÖNSUN OG STUÐLUN Myndhöggvarinn Hallsteinn Sigurðsson er ekki þekktur fyrir litskrúðugt nafnaval á myndir sínar. Fyrir utan ofanskráð nægir honum Svif, Veggskrið, Keilur og Hvel, sem hann tölusetur svo til aðgreiningar með rómverskum tölum, því að hann gerir iðulega fleiri tilbrigði af hverri hugmynd.

Vafalítið er sýning hans á Kjarvalsstöðum um þessar mundir sú heillegasta og athyglisverðasta, sem frá honum hefur komið til þessa, en hún er senn í vestri gangi og hálfum vestursal. Hallsteinn er nú mun öruggari í formum en áður og um leið hnitmiðaðri í vinnubrögðum ásamt því að verkin eru lífrænni í útfærslu.

Á sýningunni er ein mjög einföld en formfögur altaristafla og fleiri einfaldar en áhrifaríkar lágmyndir í járni má sjá á veggjunum.

Kannski eru myndirnar í hvítu og svörtu sterkasta framlagið, en hins vegar má allt eins búast við því, að myndir sem hann hefur málað gular eða rauðar, falli mjögvel inn í rétt umhverfi og sérstaka lýsingu, en hér eru Kjarvalsstaðir ekki heppilegasti ramminn utanum slíka litafjölbreytni í skúlptúr. En svo er annað mál að oft er málmurinn í sjálfu sér fallegastur ólitaður og jafnvel kolryðgaður.

Allar þær myndir, sem Hallsteinn hefur gefið nafnið Fönsun og eru frá þessu ári, eru einfaldar og formhreinar og ég minnist þess naumast að hafa séð skilmerkilegri verk frá hans hendi. Þrálynd ið, sem vildi einkenna verk hans, er hér farið veg allrar veraldar og þessar myndir eru í mýkt sinni og áreynsluleysi líkastar því að hafa alltaf verið til.

Þá er þetta öllu fjölbreyttri sýning en maður hefur átt að venjast frá hendi Hallsteins og eftir því áhugaverð fyrir þá, sem hafa tilfinningu fyrir þessari tegund myndlistar. Má segja, að Hallsteinn Sigurðsson hafi hér uppskorið þá þolinmæði og þrautseigju, sem hann á til að bera í svo ríkum mæli. Ástæða er til að óska listamanninum til hamingju . . .

Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.