HÚS Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) að Laugavegi 20B er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Þetta er bárujárnsklædd timburbygging, byggð á árunum 1903 og er heildarflötur hennar um 570 ferm. Á götuhæð eru þrjú verzlunarpláss, á 2. hæð eru skrifstofur og matstofa NLFÍ og á 3. hæð og í risi eru íbúðir.

Fjörutíu milljónir settar

á hús NLFÍ við Laugaveg

HÚS Náttúrulækningafélags Ís lands (NLFÍ) að Laugavegi 20B er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Þetta er bárujárnsklædd timburbygging, byggð á árunum 1903 og er heildarflötur hennar um 570 ferm. Á götuhæð eru þrjú verzlunarpláss, á 2. hæð eru skrifstofur og matstofa NLFÍ og á 3. hæð og í risi eru íbúðir. Öll byggingin hefur nýlega verið tekin í gegn að ytra sem innra og er í mjög góðu ásigkomulagi. Ásett verð er 40,2 millj. kr., en engar veðskuldir hvíla á eigninni. Byggingunni má skipta í þrennt. Aðalhúsið er hornhús við Laugaveg og Klapparstíg. Að sunnanverðu við það er svo hliðarbygging gerð af sama efni og við suðurhlið hliðarbyggingarinnar er svo enn hliðarbygging úr sama efni og aðalhúsið. Þessar byggingar voru reistar af miklum stórhug á þeim tíma, þegar timburhúsaöldin reis einna hæst og hafa á sér sérstakt yfirbragð, enda setja þær mikinn svip á götumynd Laugavegs og Klapparstígs. Þessi timburbygging við Laugaveg 20B á sér líka mikla sögu. Hún var byggð 1903 af Pétri Hjaltested, sem rak þar úrsmíðaverkstæði og verzlun. Árið 1915 seldi Pétur húsið Kristínu Dahlstedt og var kaupverðið 75.000 kr. Þá var húsið í niðurníðslu, en Kristín lét fram fara gagngerar endurbætur á því. Síðan rak hún þar kaffihúsið Fjallkonuna með miklum myndarbrag í nokkur ár, en það var einn kunnasti veitingastaður Reykjavíkur fyrr á þessari öld. Á meðal þeirra, sem seinna komu við sögu hússins, voru systkinin Eiríkur Hjartarson og Malín Hjartardóttir. Eiríkur starfrækti þar lengi raftækjaverzlunina Hiti og ljós og Malín Prjónastofuna Malín. Náttúrulækningafélag Íslands eignaðist húsið 1973 og hefur haft þar aðsetur fyrir starfsemi sína síðan. NLFÍ í leit

að nýju húsnæði - Ástæðan fyrir sölu hússins nú er fyrst og fremst sú, að aðgengi er þar ekki nægilega gott og fremur lítið um bílastæði í kring, sagði Gunnlaugur Jónsson, forseti Náttúrulækningafélagsins. - Þetta háir námskeiðahaldi og annari starfsemi félagsins. Stigarnir eru erfiðir fyrir sumt eldra fólk og fatlaðir eiga mjög örðugt með að komast upp á efri hæðir hússins. Við þurfum að vera í fararbroddi og þurfum því aðgengi, sem allir geta nýtt sér. Nú er unnið að því að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemi okkar. En ég á áreiðanlega eftir að sakna þessa svipmikla og virðulega húss, sem hefur verið svo samofið starfsemi NLFÍ síðustu áratugi. - Ég tel ásett verð mjög hæfilegt fyrir jafn góða og myndarlega húseign og það á þessum stað, sagði Jón Guðmundsson, fasteignasali í Fasteignamarkaðnum. - Þessi stóra bygging er líka öll í mjög góðu ástandi eftir umfangsmiklar endurbætur, sem lauk um síðustu áramót.

Ég geri ráð fyrir að selja húsið í einu lagi, þar sem það er ekki auðvelt að skipta því en þó ekki útilokað. Það er ekki mikið um, að heilar húseignir af þessari stærð við Laugaveg komi í sölu. Ég geri mér því vonir um, að sala á henni muni ganga greiðlega. Af fyrirspurnum að dæma eru þeir greinilega margir, sem hafa áhuga á þessari myndarlegu byggingu. ÞETTA er bárujárnsklædd timburbygging og er heildarflötur hennar um 570 ferm. Öll byggingin hefur nýlega verið tekin í gegn að ytra sem innra og er í mjög góðu ásigkomulagi.