19. júlí 1995 | Úr verinu | 172 orð

ELZTI BÁTURINN Í NOTKUN Á ÍSLANDI

ELZTI BÁTURINN Í NOTKUN Á ÍSLANDI

SÍLDIN frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi er elztu bátur hér á landi, sem enn er í notkun. Óvíst er um aldur Síldarinnar, en vitað er að hún var til árið 1860 og er því að minnsta kosti orðin 135 ára gömul. Báturinn hefur svokallað Bolungarvíkurlag og er hann smíðaður fyrir sjó og veðurlag á Vestfjörðum.
ELZTI BÁTURINN Í NOTKUN Á ÍSLANDI SÍLDIN frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi er elztu bátur hér á landi, sem enn er í notkun. Óvíst er um aldur Síldarinnar, en vitað er að hún var til árið 1860 og er því að minnsta kosti orðin 135 ára gömul. Báturinn hefur svokallað Bolungarvíkurlag og er hann smíðaður fyrir sjó og veðurlag á Vestfjörðum. Síldin var fyrst gerð út frá Bolungarvík og þaðan fór hún á Hornstrandir. Svo var það árið 1926 að henni var siglt norður fyrir Horn og hún gerð út frá Ströndum. Árið 1929 kaupir hana Bjarni Jónsson í Asparvík. Þegar hann flytur í Bjarnarhöfn árið 1951, tekur hann Síldina með sér og þaðan hefur hún verið gerð út síðan. Núverandi eigandi er Hildibrandur Bjarnason í Bjarnahöfn, sem hér hefur brugðið sér um borð. Hann notar Síldina enn í ferðum milli eyja og til að vitja um grásleppunet og hefur Síldin grásleppuleyfi. Vél var sett í Síldina upp úr 1930 og var hún 3 hestöfl, en tvisar hefur verið skipt um vél síðan.

Morgunblaðið/Árni

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.