VILHELMÍNA ÞÓRDÍS

VILHJÁLMSDÓTTIR

Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1905. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. júlí 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Þorsteinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum og Vilhjálmur Vigfússon, þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Vilhelmína gekk að eiga Sigtrygg Eiríksson frá Votumýri á Skeiðum 11. október 1930. Hann var lögregluþjónn frá 1930 til 1941. Síðar varð hann starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur eða í um 30 ár. Þau bjuggu líka alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru Vilhjálmur, f. 6. maí 1931, kona hans er Herdís Guðmundsdóttir, f. 14. september 1934. Halla, f. 7. júlí 1933, gift Baldri Bjarnasen, f. 27. janúar 1927. Þórdís, f. 22. febrúar 1937, gift Herði Halldórssyni, f. 26. október 1933. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 12. Útför Vilhelmínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.