SNORRI

JÚLÍUSSON

Snorri Júlíusson fæddist að Atlastöðum í Fljótavík, 30. ágúst 1916. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Geirmundsson, f. 26.5. 1884, d. 6.6. 1962, og Guðrún Jónsdóttir, f. 18.6. 1884, d. 24.3. 1951. Júlíus og Guðrún eignuðust 12 börn og eru fimm úr þeim hópi látin, en þau eru Guðfinna, Ingibjörg, Jón Ólafur, Júlíanna Guðrún og Guðmundur Þórarinn auk Snorra nú. Eftirlifandi systkini Snorra eru Geirmundur Júlíus, f. 4.3. 1908, Sigurlína Elísa, f. 5.10. 1909, Jóhann Hermann, f. 26.3. 1912, Guðmundína Sigurfljóð, f. 8.9. 1915, Þórður Ingólfur, f. 4.8. 1918, Friðrika Júdit, f. 19.3. 1920, og Betúela Anna, f. 12.12. 1923. Ungur að aldri fluttist Snorri að Horni í Hornvík og ólst upp hjá þeim hjónum Kristni Plató Grímssyni, f. 16.10. 1894, d. 27.5. 1966, og Guðnýju Halldórsdóttur, f. 1.9. 1888, d. 20.2. 1983. Uppeldissystkini Snorra eru María Ólína, f. 15.1. 1920, Guðrún Elín, f. 5.11. 1923, og Kristinn Elías Magnús, f. 6.1. 1933. Auk Snorra ólst Gróa Alexandersdóttir, f. 26.7. 1924, upp að Horni. Snorri giftist 6.10. 1951 Sigríði Petrínu Guðbrandsdóttur, f. 31.3. 1914, d. 15.6. 1987, frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Foreldrar Sigríðar voru Guðbrandur Sigurðsson, f. 20.4. 1874, d. 31.12. 1953, og Ólöf Gilsdóttir, f. 27.1. 1876, d. 23.9. 1956. Snorri og Sigríður bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af á Rauðalæk. Eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu skrifstofumann, f. 6.2. 1955, og Hilmar, skipstjóri og skólastjóri, f. 26.5. 1957. Fyrri maður Guðrúnar var Marteinn Eberhardtsson. Þau skildu. Börn þeirra eru Snorri, f. 3.12. 1976, unnusta hans er Inga Jóna Heiðarsdóttir, og Petra, f. 28.12. 1979. Seinni maður Guðrúnar er Jón Kristinn Ingibergsson, f. 26.4. 1958, og eiga þau eitt barn, Sif, f. 2.7. 1987. Hilmar er giftur Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, f. 20.6. 1960. Börn þeirra eru Anna Sigríður, f. 30.3. 1979, og Guðmundur Már, f. 25.4. 1982. Snorri var lengst af sjómaður hjá Skipaútgerð ríkisins (Ríkisskip). Útför Snorra verður gerð frá Laugarneskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13.30.