19. október 1988 | Innlendar fréttir | 162 orð

Póstburðargjald hækkar

Póstburðargjald hækkar ALMENNT póstburðargjald hækkaði á mánudaginn úr 18 krónum í 19 krónur þrátt fyrir að verðstöðvun sé í gildi.

Póstburðargjald hækkar

ALMENNT póstburðargjald hækkaði á mánudaginn úr 18 krónum í 19 krónur þrátt fyrir að verðstöðvun sé í gildi.

Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að ákvörðun um 15% hækkun á gjöldum Pósts og síma hefði verið tekin um miðjan júlí og sú ákvörðun hefði verið tilkynnt í Stjórnartíðindum af þáverandi samgönguráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen, skömmu síðar. Verðstöðvunin tók hins vegar ekki gildi fyrr en 27. ágúst sl. og því gæti Verðlagsstofnun ekkert gert í málinu. "Samgönguráð herra hafði tekið ákvörðun um hækkunina áður en til verðstöðvunar kom og birt í Stjórnartíðindum svo við þurfum ekki að leggja neitt faglegt mat á þessa ákvörðun. Þetta er eingöngu mál samgönguráðuneytisins," sagði verðlagsstjóri.

Póstuburðargjöld hækkuðu úr 16 krónum í 18 krónur þann 12. júlí sl. Ákvörðun var þá tekin um þriggja krónu hækkun, en þess farið á leit við stofnunina að hún hækkaði þá aðeins um tvær krónur og síðan um eina krónu þann 16. október. Sú hækkun er að koma til framkvæmda nú.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.