Játvarður Jökull Júlíusson Íslenskur samtíðarmaður fallinn. Í samnefndu riti segir eftirfarandi um Játvarð Jökul Júlíusson. Hanner fæddur 6. nóvember 1914 á Miðjanesi, Reykhólahreppi. Foreldrar hans voru Júlíus Jóhann Ólafsson búfræðingur og bóndi þar og k.h. HelgaJónsdóttir. Búfræðingur frá Hvanneyri 1938. Bóndi á Miðjanesi frá 1939. Í hreppsnefnd Reykhólahrepps 1946-1962, oddviti 1954-1962. Í stjórn Ræktunarsambands Geiradals- og Reykhólahrepps eitt kjörtímabil um 1950, í stjórn Búnaðarfélags Reykhólahrepps frá 1961. Formaður undirbúningsstjórnar Mjólkursamlags A-Barð. frá upphafi 1960. Í fasteignamatsnefnd Barð. frá 1961. Skráði Markaskrá A-Barð. 1962. Kona 4. jan. 1953 Rósa Halldóra, f. 9. október 1920, Hjörleif dóttir verkamanns í Rvík Jónssonar.

Í lok ofanskráðrar frásagnar stendur eftirfarandi örlagadómur: "Hefur þjáðst af lömun í höndum og handleggjum síðan 1957."

Þegar minnst er Játvarðar Jökuls, verður tvennt efst í huga, annarsvegar sú hetjulega barátta hans við þann sjúkdóm, er hann kenndi fyrst fyrir um 30 árum, og hins vegar hin miklu fræðistörf. Um þessar mundir hljótum við samferðamenn hans fyrstað hugsa til þess hvernig hann varðist til þeirrar stundar er hann stóð í síðasta víginu, eins og hann sjálfur orðaði af sinni alkunnu snilld. Afrek síðustu áratuga, þessa sveitunga okkar, eru slík hetjusaga að nú á tímum alþjóðakeppni íþrótta og andlegs atgerfis, þá vildi ég sjá jafnoka Játvarðar, eða mann sem stæði nær gullinu en hann. Þetta er í stuttu máli mat mitt á þessum fallna sveitunga. Því miður fyrnist oft fljótt yfir slóð þeirra sem gengnir eru og afreka þeirra. Þessu verður ekki svo farið með Játvarð. Hann reisti sér annan minnisvarða sem við eigum eftir að veita athygli, er fram líða stundir.

Fræðimaðurinn Játvarður Jökull er ekki fallin frá okkur. Þegar líkamsþrekið dvínaði þá óx hið andlega þrek og afköst. Með ótrúlegri tækni náði hann fyllstu tökum á að rita hugsanir sínar og mikinn fróðleik á ritvél, en síðar á tölvu. Með takmarkalausri elju náði hann ótrúlegum afköstum. Hann var óþreytandi að afla sér upplýsinga um ný horfinn fróðleik og eldri. Þessi þáttur í lífshlaupi Játvarðar verður sá er heldur minningu hans uppi lengur en nokkuð annað. Það er skarð fyrir skildi þegar fræðimaðurinn er hættur að spyrja menn og skrá fróðleik og fréttir af liðinni tíð. Fréttir sem hin næma tilfinning fræðimannsins er ein fær um að varðveita, meta og skrá niður. Upplýsingasvið Játvarðar spannar nokkuð á aðra öld. Hann náði að skrásetja upplýsingar frá fólki er mundi atburði frá miðri síðustu öld.

Í hreinskilni sagt vildi ég helst segja: Til hamingju, að vera laus fráþessu líkamlega helsi, en ekki síður til hamingju með sigurgönguna í hinu erfiða lífshlaupi. Aðstandendum votta ég fyllstu samúð. Samferðaog samtíðarmenn láta í ljós söknuð yfir fráfalli Játvarðar og votta honum virðingu og þökk fyrir ómetanlegt ævistarf.

Hjörtur Þórarinsson