Ragnar Kjartansson myndhöggvari látinn RAGNAR Kjartansson myndhöggvari lést í Borgarspítalanum í Reykjavík í fyrrinótt. Hann var 65 ára að aldri. Ragnar fæddist 17. ágúst 1923 á Staðastað á Snæfellsnesi.

Ragnar Kjartansson myndhöggvari látinn

RAGNAR Kjartansson myndhöggvari lést í Borgarspítalanum í Reykjavík í fyrrinótt. Hann var 65 ára að aldri.

Ragnar fæddist 17. ágúst 1923 á Staðastað á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Kjartan Kjartansson prestur á Staðastað og Ingveldur Ólafsdóttir frá Sogni í Ölfusi.

Ragnar lærði leirkerasmíði hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og stundaði listnám í Handíðaskólanum í Reykjavík, hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Svíþjóð. Hann var sjómaður um tíma og kenndi myndlist. Hann var einn af frumkvöðlum leirmunagerð ar hér á landi, stofnaði ásamt fleirum Funa keramik og síðar Glit keramik og starfaði í þessum fyrirtækjum.

Í rúma tvo áratugi hefur hann starfað sem myndhöggvari og var einn af þekktustu myndlistarmönnum landsins. Verk hans skreyta útisvæði víða um land, og má þar nefna: Stóðið við Hringbraut íReykjavík, Mjaltakonan á Akureyri, Sjómennirnir á Ísafirði, Bárður Snæfellsás á Arnarstapa á Snæfellsnesi og Sjómannskona í Grindavík. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum.

Ragnar var um tíma í stjórn Félags íslenskra myndlistamanna. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Myndhöggvarafélags Íslands árið 1977, formaður um árabil og síðustu árin heiðursfélagi.

Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Katrín Guðmundsdóttir bankaritari frá Skaftafelli í Öræfum og eiga þau 4 uppkomin börn.

Ragnar Kjartansson