16. september 1995 | Íþróttir | 162 orð

Sjö leikmenn eru farnir í víking

SJÖ leikmenn sem léku með liðum í 1. deildarkeppninni sl. keppnistímabil, eru farnir í víking til Evrópu. Geir Sveinsson, fyrirliði Vals og landsliðsins, er farinn til Frakklands, þar sem hann er leikmaður með Montpellier. Jason Ólafsson, Aftureldingu, er orðinn leikmaður með Brixen á Ítalíu.
Sjö leikmenn eru farnir í víking SJÖ leikmenn sem léku með liðum í 1. deildarkeppninni sl. keppnistímabil, eru farnir í víking til Evrópu. Geir Sveinsson, fyrirliði Vals og landsliðsins, er farinn til Frakklands, þar sem hann er leikmaður með Montpellier. Jason Ólafsson, Aftureldingu, er orðinn leikmaður með Brixen á Ítalíu. FH-ingarnir Arnar Geirsson og Hans Peter Motzfeldt hafa gengið til liðs við Bregenz í Austurríki. Þrír leikmenn eru farnir til Danmerkur - Páll Beck, KR, sem leikur með Nyborg, Rúnar Sigtryggsson, Víkingi, sem leikur með Bjerringbro og KA-maðurinn Þorvaldur Þorvaldsson, sem er leikmaður með Fredericia.

Tveir nýir erlendir leikmenn TVÖ 1. deildarlið hafa tryggt sér erlenda leikmenn, sem hafa ekki áður leikið hér á landi. Kúbumaðurinn Julian Dunanona er kominn í herbúðir KA og Rússinn Davor Kovacevic, sem lék með Krasnodar, er kominn í herbúðir Gróttu.

KR-ingar hafa verið með Rússann Ewgini Dudhin, en þeir hafa ekki tilkynnt um félagaskipti. Dudhin, sem er 29 ára, hefur leikið með Granada á Spáni undanfarin ár.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.