KARLMENN eru að meðaltali með 30 þúsund skegghár í andlitinu, sem vaxa um einn og hálfan sentímetra á mánuði. Ef skeggi er safnað í 50 ár gæti það orðið yfir 7 metra langt. Líklegt er að venjulegir karlmenn noti um 3.350 klukkustundir eða samanlagt 139 daga af lífinu í að halda skegghárunum í skefjum. Talið er að fyrstu rakstursblöðin hafi verið hákarlatennur, síðan hvöss vopn.
Raksturskunnátta

er ekki meðfædd og einvígið

milli sköfunnar og vélarinnar stendur ennKARLMENN eru að meðaltali með 30 þúsund skegghár í andlitinu, sem vaxa um einn og hálfan sentímetra á mánuði. Ef skeggi er safnað í 50 ár gæti það orðið yfir 7 metra langt. Líklegt er að venjulegir karlmenn noti um 3.350 klukkustundir eða samanlagt 139 daga af lífinu í að halda skegghárunum í skefjum.

Talið er að fyrstu rakstursblöðin hafi verið hákarlatennur, síðan hvöss vopn. Ameríkani, Gillette að nafni, fann svo upp rakblaðið um síðustu aldamót. Siemens kom hins vegar rafmagnsrakvélinni í gang um 1932 og eftir það náði svokallaður þurr rakstur vinsældum í Bandaríkjunum.

Philips kynnti Evrópubúum fyrstu rafmagnsrakvél sína í marz 1938, Philishave. Síðan hefur hefur skeggið verið á undanhaldi. Rakarar hafa á hinn bóginn stundað starf sitt lengi eða að minnsta kosti frá tímum Forn-Egypta.

Hvernig stendur á því að nútímamaðurinn velur skegglausan vanga í stað loðins? Ástæðurnar gætu verið margar. Ef til vill að konur vilji fremur að elskhuginn sé skegglaus eða einfaldlega vegna þess að það er þægilegra.

Hressandi rakstur upp á gamla mátann

Guðjón Jónasson hárskeri, Amtmannstíg 5, hóf nám í hárskurði árið 1958 og upplifði þann tíma þegar karlmenn fóru á rakarastofur til að fá rakstur. Guðjón segir að það hafi verið venjan til ársins 1965 og ekki verið óalgengt að láta raka sig 3 í viku eða jafnvel 6 sinnum. Starfsmaður Morgunblaðsins fór í rakstur til Guðjóns.

Raksturinn hefst með því að ylja húðina með volgu vatni. Froðusápa svo smurð á. "Sérstakar sápuvélar til að búa til froðu voru á gömlu stofunum," segir Guðjón rakari. Sápan hefur það hlutverk að mýkja húðina og þess vegna er dágóður tími lagður í að nudda andlitið með sápu.

Slípiól hangir á rakarastólnum og rakhnífurinn er hitaður og brýndur með því að draga blaðseggina hratt upp og niður hana. Svo hefst raksturinn. Viðskiptavinurinn lygnir aftur augunum og lætur fara vel um sig. Rakarinn beittir hnífnum af lipurð og hann hreinsar blaðið með því að strjúka því yfir handarbakið.

Rakarinn vætir svo andlitið með volgu vatni aftur og skefur síðustu skeggbroddana af. Næst leggur hann heitan dúk yfir andlit viðskiptavinarins til að skapa vellíðunartilfinningu. Dúkinn tekur hann svo af og bleytir hann í köldu vatni og leggur yfir andlitið til að loka húðinni og fríska hinn nýrakaða.

Rakarinn tekur rakspírann og úðar andlitið. Viðskiptavinurinn hrekkur við og glaðvaknar eftir mókið í stólnum. Rakarinn leggur svo þurrku létt yfir og þerrar andlitið.

Viðskiptavinurinn stígur úr stólnum, mjúkur og frískur til að takast á við heiminn.

Rafmagnsrakvélar og sköfur með veltihaus

Blautur rakstur er vinsælastur á Íslandi, árið 1990 sögðust 66% raka sig með sköfu og 34% með rafmagnsrakvél. Veigar Óskarsson, verslunarstjóri hjá Heimilistækjum, telur að margir eigi bæði rafmagsvél og sköfu. Ef þeim tekst ekki að raka sig á morgnana megi sjá þá raka sig í bílnum á leiðinni í vinnuna. Og á ferðalögim finnst mörgum gott að vera með netta vél með innbyggðum rafhlöðum sem endast í tólf daga.

Tvenns konar hnífar í rafmagnsrakvélum keppa á markaðinum. Philishave-vélar hafa þrjá hnífa sem snúast í hringi. Braun-rakvélar, Remington og fleiri tegundir eru hins vegar með blaðhníf sem hleypur fram og til baka. Baldvin Bjarnason, starfsmaður hjá Pfaff, segir þriggja blaða vél með veltihaus og hola hnífa það nýjasta og hægt sé að velja um þrenns konar vélar; rafhlöðuvél, rafstunguvél og hleðsluvél.

Gillette-sköfur og -blöð eru mest áberandi á markaðinum. Einnig BIC sem eru einnota sköfur. Það nýjasta hjá Gillett er annars vegar Sensor Exel, tveggja blaða með veltihaus og hins vegar dömuvél.

Tálgaðir skeggbroddar og beinskornir

Torfi Geirmundsson, hársnyrtir hjá Salon Paris, hefur sérhæft sig í rakstri. Hann segir mjög mikilvægt að hita húðina vel til að ná út óhreinindum í andliti og ráðleggur að nudda spápuna vel inn í húðina og umlykja skeggrótina. Raka ber í þá átt sem skeggrótin vex til að minnka hættu á blóðgun og loka húðinni svo vel með rakkremi eða spíra.

Torfi segir að blautur rakstur með sköfu henti ekki öllum, húð sumra hlaupi upp. Rafmagnsvélar hafa eitt fram yfir sköfur, að mati hans, þær skera hárin beint og broddarnir stinga af þeim sökum ekki eins mikið þegar þeir vaxa á ný. Sköfur á hinn bóginn tálga broddana sem stinga meira í kjölfarið.

Torfa finnst að rafmagnsrakvélanotendur ættu almennt að leggja áherslu á að þrífa vélarnar og skipta oftar um hnífa en þeir gera.

Gunnar Hersveinn Sápan hefur það hlutverk að mýkja húðina og þess vegna er dágóður tími lagður í að nudda andlitið með sápu.

Morgunblaðið/Þorkell

ÞÆGILEGUR rakstur með hníf upp á gamla mátann á rakarastofu.

Morgunblaðið/Sverrir HEIMARAKSTUR með rafmagnsrakvél.

Morgunblaðið/Ásdís